Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2023 23:46 Innanríkisráðherra Kósovó segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag. AP Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó. Kósovó Serbía Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira
Xhelal Svecla, innanríkisráðherra Kósovó, sagði eftir að umsátrinu var lokið að lögregla hafi náð stjórn á svæðinu eftir röð skotbardaga. Drápu lögreglumann og særðu annan Fréttir bárust af því í morgun að hópur vopnaðra manna hafi ráðist úr launsátri á eftirlitsstöð lögreglu nærri bænum Banjska. Einn lögreglumaður lést í árásinni og annar særðist í árásinni, en kósovósk stjórnvöld sögðu að um hafi verið að ræða „serbneska glæpahópa“ sem bæru ábyrgð á árásinni. Mikil spenna hefur verið í samskiptum stjórnvalda í Kósovó og Serbíu síðustu misserin, en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Viðræður milli serbneskra og kósovóskra stjórnvalda um að koma á bættum samskiptum hafa litlu skilað. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak.AP Flúðu inn í klaustur Eftir árásina á eftirlitsstöðuna flúðu vopnuðu mennirnir inn í klaustur skammt frá þar sem þeir girtu sig af. Til skotbardaga kom milli mannanna og lögregluliðs, en umsátrið stóð í margar klukkustundir. Lögregla segir að þrír vopnuðu mannanna hafi fallið í skotbardaganum. Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó, sagði fyrr í dag að þrjátíu vopnaðir menn hið minnsta hefðu girt sig af í klaustrinu og hvatti þá til að gefast upp og gefa sig fram. Sagði hann árásina á eftirlitsstöð lögreglu hafa verið hryðjuverkaárás og sagði hann stjórnvöld í Serbíu bera þar ábyrgð. The murder & violence in the north is being perpetrated by these men armed & organized professional forces in armored vehicles with no license plates. Let me restate: It is not ordinary Kosova Serb citizens but Serbian-state supported troops perpetrating these terrorist attacks. pic.twitter.com/2ipXu5rgFF— Albin Kurti (@albinkurti) September 24, 2023 Fordæmdi árásina Innanríkisráðherrann Svecla segir að lögregla hafi handtekið fjölda manns í aðgerðunum í dag og lagt hald á mikið magn vopna og skotfæra. Erlendir fjölmiðlar segja þó óljóst hvort að allir hinna vopnuðu hafi verið handteknir í aðgerðunum. Tveimur landamærastöðvum var lokað í dag vegna árásarinnar, í Jarinje og Brnjak. Aleksandar Vucic Serbíuforseti fordæmdi í dag árásina á eftirlitsstöðina þar sem kósóvski lögreglumaðurinn lést, en kenndi þó Kurti um að ofsækja Serba í Kósovó.
Kósovó Serbía Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Sjá meira