Fótbolti

Svekkjandi tap hjá Eupen | Ögmundur fékk á sig fjögur gegn gamla liðinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason og félagar hans í Eupen biðu lægri hlut gegn Gent í dag.
Alfreð Finnbogason og félagar hans í Eupen biðu lægri hlut gegn Gent í dag. Vísir/Hulda Margrét

Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson voru báðir í byrjunarliði belgíska liðsins Eupen sem mætti Gent í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Belgíska liðið Eupen var í dag í heimsókn hjá Gent en fyrir leikinn var Eupen með tíu stig um miðja deild en Gent í baráttu á toppnum.

Milos Pantovic kom Eupen yfir í fyrri hálfleik en bæði Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson voru í byrjunarliði Eupen í dag.

Staðan í hálfleik var 1-0 en Gent missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir það var það lið Gent sem tók yfirhöndina eftir hlé. Þeir jöfnuðu metin á 49. mínútu og komust í forystu tíu mínútum síðar.

Liði Eupen tókst ekki að skora þrátt fyrir að vera einum fleiri og lokatölur því 2-1.

Ögmundur Kristinsson var í marki Kifisia sem mætti Olympiacos á útivelli í dag. Ögmundur var á mála hjá Olympiacos þar til í sumar en hans nýja lið átti ekki möguleika gegn heimamönnum í dag og töpuðu 4-0.

Kifisia er með einn sigur í deildinni eftir fyrstu fjórar umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×