15 þúsund skammtar af mat á dag hjá Skólamat í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2023 20:06 Fjöldi fólks mætti til Axels og fjölskyldu í vikunni til að fagna nýja húsnæðinu og velgengni fyrirtækisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtán þúsund matarskammtar fara út á hverjum virkum degi í einu fullkomnasta eldhúsi landsins til leik- og grunnskólabarna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælasti maturinn er hakk og spaghettí og grjónagrautur. Hér erum við að tala um fyrirtækið Skólamat í Reykjanesbæ. Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats
Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira