Birnir Snær: Þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 12:58 Birnir Snær bíður spenntur eftir úrslitum dagsins Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að Víkingar eigi ekki leik fyrr en á morgun geta þeir sófameistarar í dag ef KR-ingar leggja Valsara að velli nú á eftir. Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, segist bara vilja klára þetta en það yrði óneitanlega sætt að lyfta bikarnum í Kópavogi. „Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira