Á Patreksfirði vonast heimamenn til að snjóflóðavarnargarðar verji ekki aðeins byggð heldur laði til sín ferðamenn. Kristján Már tók púlsinn á Patró.
Háhyrningi var komið á flot á Gilsfirði og rostungur heimsótti Raufarhöfn. Við skoðum dýrin og kíkjum líka á Ólafsfjörð þar sem fólk á besta aldri ræktar jarðarber og tómata í nýju gróðurhúsi.
Við heyrum í litlu börnunum sem mættu með veiku bangsana sína á heilsugæsluna og tökum púlsinn á hinum íslenska Jim Morrison. Svo var dramatík í fótboltanum í Eyjum og Valsstelpur ætla sér stóra hluti í Evrópuhandboltanum.
Kvöldfréttir hefjast sem fyrr á slaginu 18:30.