Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2023 13:30 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar á skrifstofunni sinni þar sem hann hefur meira en nóg að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira