Handbolti

Lærisveinar Guðmundar töpuðu í Íslendingaslag

Dagur Lárusson skrifar
Guðmundur þungt hugsi í leik með Íslandi.
Guðmundur þungt hugsi í leik með Íslandi. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia töpuðu gegn Ribe-Esbjerg í danska handboltanum í kvöld.

Þetta var Íslendingaslagur þar sem þeir Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson voru báðir í leikmannahópi Ribe-Esbjerg.

Það var Ribe-Esbjerg sem var með forystuna í hálfleik 13-16 en í byrjun seinni hálfleiks fóru leikmenn Fredericia vel af stað og náðu tveggja marka forystu 23-21.

En það var síðan eftir þann kafla þar sem leikmenn Ribe-Esbjerg tóku við sér á ný, að hluta til þökk sé góðri vörslu hjá Ágústi Elí í markinu. 

Lokatölur leiksins 30-33 og varði Ágúst Elí tíu skot í marki Ribe-Esbjerg. Eftir leikinn er Fredericia í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig á meðan Ribe-Esbjerg er í fjórða sætinu með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×