Leikmaðurinn óskaði sjálfur eftir skiptum þegar glugginn opnaðist í júlí. Hann ku vera óánægður með stöðu mála hjá núverandi liði sínu í Portland og telur sig ekki lengur eiga samleið með liðinu. Líklegasti áfangastaður leikstjórnandans er talinn vera Miami Heat og heimildir herma að Lillard sjálfur hafi tilkynnt það að þangað vilji hann fara.
Multiple sources have confirmed that there are on going discussions for a deal involving trading Damian Lillard before camp is underway October 2nd.
— Danny Marang (@DannyMarang) September 22, 2023
Þetta hefur legið fyrir síðan í byrjun júlí en nú loks virðast hjólin farin að snúast í málinu. Æfingabúðir hefjast þann 2. október næstkomandi og liðin vilja ná samkomulagi sín á milli fyrir það. Málið veltur þó allt á því að Portland samþykki tilboðið og þeir hafa hingað til ekki fengið nógu gott boð frá Miami.
Nú virðist sem Phoenix Suns séu að blanda sér í málið og leggja fram þriggja liða félagsskipti.
John Gambiadaro hjá Arizona Sports segir frá því að Suns hafi boðið DeAndre Ayton með í skiptunum en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2018.
"Damian Lillard is going to get traded very soon…I would even say probably within the next 24 hours...I am expecting a Damian Lillard trade."
— Hoop Central (@TheHoopCentral) September 21, 2023
- via @Gambo987/@AZSports pic.twitter.com/UdBd70WRu7
Ljóst er að miklar sviptingar gætu orðið á leikmannahópum NBA liðanna áður en tímabilið hefst þann 24. október næstkomandi.