Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 10:37 Orrustuþota af gerðinni F-35 Lightning II. Enn liggur ekki fyrir af hverju flugmaður einnar stökk úr henni á flugi yfir Suður-Karólínu en flugvélin flaug áfram meira en hundrað kílómetra. AP/Michel Euler Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri. Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023 Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Eigandi hússins sagði að flugmaðurinn hefði lent í garði sínum og vildi kanna hvort hann gæti fengið sjúkrabíl sendan til sín þar sem flugmaðurinn fann til í bakinu eftir að hafa skotið sér úr flugvélinni í tvö þúsund feta hæð, sem samsvarar um sex hundruð metrum. Eftir að flugmaðurinn yfirgaf herþotuna mun hún hafa flogið á sjálfstýringu, í um þúsund feta hæð. Flugmaðurinn, sem er 47 ára gamall landgönguliði með mikla reynslu af flugstörfum, yfirgaf orrustuþotuna vegna ótilgreindrar bilunar. Flugvélin flaug þá áfram á sjálfstýringu meira en hundrað kílómetra og brotlenti á strjálbýlu svæði í Suður-Karólínu. Það tók meira en sólarhring að finna brak orrustuþotunnar en málið hefur vakið mikla furðu. „Fröken. Herþota brotlenti. Ég er flugmaðurinn. Við þurfum að koma björgunarsveitum af stað. Ég er ekki viss um hvar flugvélin er en hún hefur væntanlega brotlent. Ég skaut mér úr henni." Seinan meir bað hann aftur um sjúkrabíl, vegna þess að hann hefði svifið til jarðar í fallhlíf. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir upptöku af símtalinu til Neyðarlínunnar og má heyra það hér að neðan. Myndbandið er þó ekki textað. Forsvarsmenn Landgönguliðs Bandaríkjanna segjast ekki vita með vissu af hverju flugvélin flaug svo langt áfram en það gæti verið vegna öryggisbúnaðar sem ætlað er að verja flugmenn í neyðartilfellum. Vísa þeir til hugbúnaðar sem á að halda þotum stöðugum ef flugmaður er ekki með hendur á stjórntækjum hennar. Hugbúnaðurinn er hannaður til að bjarga flugmönnum ef þeir missa meðvitund eða tapa áttum á flugi. Eins og áður segir liggur ekki fyrir af hverju flugmaðurinn yfirgaf flugvélina en samkvæmt upplýsingum frá landgönguliðinu er talið að þessi hugbúnaður hafi mögulega bjargað lífi hans og annarra á jörðinni með því að fljúga þotunni áfram. Mörgum spurningum um atvikið er ósvarað og þá helst þeirri af hverju það tók rúman sólarhring að finna brak þotunnar. F-35 eru hannaðar til að vera illgreinanlegar á ratsjám og þær eru einnig með hugbúnað sem eyðir uupplýsingum úr tölvukerfi þeirra og samskiptakerfi en þessum hugbúnaði er ætlað að vernda flugmenn þurfi þeir að yfirgefa þoturnar yfir yfirráðasvæði óvina. Þetta í samblandi við veðrið og hversu lágskýjað var, gerði leitina að orrustuþotuni erfiða. Eitt vitni sem sá herþotuna á flugi hefur vakið mikla lukku á internetinu síðustu daga. A F-35 crash witness describes the sounds he heard. Not uncommon that people don t think it s an aircraft crashing when it comes to loud sounds and don t report it. WBTW pic.twitter.com/tK62V0AMeJ— Thenewarea51 (@thenewarea51) September 20, 2023
Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Tengdar fréttir Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. 19. september 2023 07:20
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18. september 2023 07:21