Mourinho skammar leikmann sinn fyrir að vera alltaf meiddur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2023 10:32 Hinn símeiddi Renato Sanches er byrjaður að fara í taugarnar á José Mourinho. getty/Silvia Lore José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, er orðinn ansi pirraður á Renato Sanches, þrátt fyrir að aðeins tíu vikur séu síðan hann kom liðsins. Roma fékk hinn portúgalska Sanches á láni frá Paris Saint-Germain fyrir tímabilið. Hann var í byrjunarliði Roma í sigrinum á Sheriff Tiraspol, 1-2, í Evrópudeildinni í gær en fór meiddur af velli á 28. mínútu. Sanches hefur aðeins spilað samtals 98 mínútur síðan hann kom til Roma. Þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað hann nema í um tvo mánuði virðist Mourinho vera kominn með nóg af Sanches. „Þeir (Sanches og Houssem Aouar) verða að spila. Þeir þurfa að komast í takt. En það er alltaf áhætta með Renato. Það er erfitt að skilja þetta; Bayern skildi hann ekki, PSG ekki heldur og við erum í vandræðum,“ sagði Mourinho eftir leikinn í Moldóvu. „Hann spilaði 45 mínútur á sunnudaginn, fékk svo þriggja daga hvíld en þurfti að fara út af eftir 27 mínútur í dag. Það er alltaf óvissa með hann. Það er erfitt að skilja af hverju hann er alltaf meiddur.“ Sanches sló í gegn þegar Portúgal varð Evrópumeistari 2016 en hefur ekki tekist að fylgja því frammistöðu sinni þar eftir. Bayern München keypti hann eftir HM en hann spilaði aðeins 53 leiki fyrir Bayern og var lánaður til Swansea City um tíma. Sanches spilaði svo þrjú ár með Lille áður en PSG keypti hann. Evrópudeild UEFA Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Roma fékk hinn portúgalska Sanches á láni frá Paris Saint-Germain fyrir tímabilið. Hann var í byrjunarliði Roma í sigrinum á Sheriff Tiraspol, 1-2, í Evrópudeildinni í gær en fór meiddur af velli á 28. mínútu. Sanches hefur aðeins spilað samtals 98 mínútur síðan hann kom til Roma. Þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað hann nema í um tvo mánuði virðist Mourinho vera kominn með nóg af Sanches. „Þeir (Sanches og Houssem Aouar) verða að spila. Þeir þurfa að komast í takt. En það er alltaf áhætta með Renato. Það er erfitt að skilja þetta; Bayern skildi hann ekki, PSG ekki heldur og við erum í vandræðum,“ sagði Mourinho eftir leikinn í Moldóvu. „Hann spilaði 45 mínútur á sunnudaginn, fékk svo þriggja daga hvíld en þurfti að fara út af eftir 27 mínútur í dag. Það er alltaf óvissa með hann. Það er erfitt að skilja af hverju hann er alltaf meiddur.“ Sanches sló í gegn þegar Portúgal varð Evrópumeistari 2016 en hefur ekki tekist að fylgja því frammistöðu sinni þar eftir. Bayern München keypti hann eftir HM en hann spilaði aðeins 53 leiki fyrir Bayern og var lánaður til Swansea City um tíma. Sanches spilaði svo þrjú ár með Lille áður en PSG keypti hann.
Evrópudeild UEFA Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira