Veður

Stöku skúrir eða él á norðan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig í dag.
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig í dag. Vísir/vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snúist í austlæga átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu en átta til þrettán norðvestantil. Reikna má með stöku skúrum eða éljum á norðanverðu landinu en að það stytti upp síðdegis.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði léttskýjað sunnanlands en þykkni upp í morgunsárið og sums staðar rigning. Þurrt að kalla á Suðausturlandi.

Hiti verður á bilinu tvö til átta stig og verður hlýjast syðst á landinu.

„Á morgun verður hægt vaxandi suðaustanátt, 5-13 m/s annað kvöld en 13-18 við suðurströndina. Víða rigning en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig.

Á sunnudag verður stíf norðaustanátt og víða rigning en bjart með köflum á Vesturlandi. Hiti breytist lítið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag (haustjafndægur): Austan og suðaustan 5-10 m/s, en 10-18 með suðurströndinni. Rigning um tíma sunnan- og vestanlands, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag: Norðaustan 10-18 en heldur hvassara á Vestfjörðum. Víða rigning en úrkomulítið um landið suðvestanvert fram að kvöld. Hiti 2 til 8 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag og þriðjudag: Norðan- og norðaustanátt 8-15 og súld eða rigning með köflum norðan- og austanlands, hiti 2 til 6 stig. Þurrt að kalla sunnan heiða og hiti 6 til 10 stig yfir daginn.

Á miðvikudag: Ákveðin norðlæg átt og víða rigning en bjart að mestu suðvestantil. Hiti 2 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á fimmtudag: Norðlæg eða breytileg átt og rigning en lengst af þurrt sunnan- og austantil. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×