Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2023 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís. Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag beindi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurningum sínum að Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Ræddi hann um úrskurð Úrskurðarnefndar samkeppnismála sem segir verktakasamning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið ekki samræmast hlutverki eftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hafði lagt dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim eftir að fyrirtækið neitaði að afhenda eftirlitinu upplýsingar sem það hafði óskað eftir í samræmi við samning sinn við ráðuneytið. Sakaði Sigmundur matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. „Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur haldið því fram að hann hafi átti frumkvæði að þessari athugun, þessari ólögmætu ráðstöfun. Hins vegar kemur skýrt fram í gögnum málsins, eins og birtist fyrst í morgunblaðinu, að frumkvæðið hafi komið frá ráðherranum. Frá Matvælaráðuneytinu. Því spyr ég einfaldlega hæstvirtan matvælaráðherra, hvað er satt í þessu?“ spurði Sigmundur. Svandís segir samninginn hafa komið til vegna fjárskorts stofnunarinnar og benti á að ráðuneyit hafi leyfi til að gera samninga á grundvelli laga um opinber fjármál. Hún hafi viljað flýta fyrir úttekt sem þegar hafði verið skipulögð. „Af því að hæstvirtur þingmaður talar um lærdóm þá liggur fyrir að það er mikilvægt að það verði ráðist í úttekt sem þessa og það er skýrt að Samkeppniseftirlitið ætlar að gera það eftir sem áður. Krafa um aukið gagnsæi í sjávarútvegi er hávær meðal almennings og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að auka gagnsæi og þar með að skapa aukin og bætt skilyrði fyrir traust milli sjávarútvegs og samfélagsins,“ segir Svandís.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brim Stjórnsýsla Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira