Körfubolti

Stjarnan fær reynslu­mikinn leik­mann fyrir bar­áttu vetrarins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Denia Davis-Stewart er mætt í Garðabæinn.
Denia Davis-Stewart er mætt í Garðabæinn. Stjarnan Körfubolti

Miðherjinn Denia Davis-Stewart hefur samið við Stjörnuna og mun spila með liðinu í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur.

Hin 25 ára gamla Davis-Stewart er 1.85 metri á hæð og getur einnig leikið í stöðu framherja. Árið 2020 var hún valin leikmaður ársins í NEC-deildinni sem er hluti af bandaríska háskólakörfuboltanum en Davis-Stewart lék þá með Merrimack-háskólanum.

Eftir að hún útskrifaðist hefur hún ferðast töluvert en Davis-Stewart hefur spilað í Grikklandi, Rúmeníu, Ungverjalandi og Þýskalandi. Hún er nú mætt til Íslands og á að hjálpa Stjörnunni að gera góða hluti á komandi tímabili.

Stjarnan mætir Þór Akureyri fyrir norðan í 1. umferð Subway-deildar kvenna þann 26. september. Sem fyrr verður deildin sýnd beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×