Vill taka neitunarvaldið af Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2023 16:59 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Craig Ruttle Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. Selenskí sagði flest alla í heiminum sjá að stríðið í Úkraínu væri óréttlætanlegt landvinningastríð. Hann sagðist þakklátur öllum sem hefðu viðurkennt Rússland sem árásaraðilann og sagði það að hjálpa Úkraínumönnum vera það sama og að verja stofnunarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að gera þyrfti breytingar á Öryggisráðinu og svipta Rússland neitunarvaldi þar. „Það er ómögulegt að binda enda á stríðið þar sem allar ályktanir eru stöðvaðar af árásaraðilanum.“ Fimm ríki hafa fast sæti í öryggisráðinu og neitunarvald. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Þá ítrekaði Selenskí tíu liða friðaráætlun Úkraínu. Nana Addo Dankwa, forseti Gana, sló á svipaða strengi og Selenskí gerði og gagnrýndi öryggisráðið og samsetningu þess. Hann sagði að neitunarvald Rússa og annarra ríkja í ráðinu gerðu það óskilvirkt. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar virðast óviljugar til að hafa áhrif á stríðið í Úkraínu. Sagði innrásina brjóta gegn alþjóðalögum Antónío Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf fund öryggisráðsins með því að lýsa því yfir að innrás Rússa í Úkraínu væri klárt brot á stofnsáttmála SÞ og á alþjóðalögum. Innrásin hefði ýtt undir deilur á svæðinu, aukið óstöðugleika í heiminum og bætt á ógnina frá kjarnorkuvopnum. „Þetta stríð hefur banað eða sært tugum þúsunda óbreyttra borgara, rústað lífum, hrellt kynslóð barna, sundrað fjölskyldu, rústað hagkerfi Úkraínu og breytt umfangsmiklum ræktunarlöndum í banvæn jarðsprengjusvæði,“ sagði Guterres. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sem stýrði fundinum, byrjaði á því að bjóða sendiherrum margra ríkja sem eiga ekki sæti í öryggisráðinu að sitja fundinn og taka þátt í umræðunni um innrás Rússa í Úkraínu. Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum.AP/Mary Altaffer Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, spurði Rama, í upphafi fundarins, af hverju Selenskí fengi að ávarpa fundinn á undan öðrum í salnum, þar sem Úkraína væri ekki meðlimur í öryggisráðinu. Rama svaraði á þá leið að það væri svo aðrir leiðtogar og erindrekar gætu brugðist við ummælum Selenskís. „Komandi frá þér, er kvörtun um brot á reglunum nokkuð merkilegt," sagði Rama um þau ummæli Nebenzya að það bryti gegn reglum Öryggisráðsins að Selenskí ávarpaði fundinn fyrst. Rama sagði alla vilja heyra hvað Selenskí hefði að segja. Nebenzya yfirgaf fundinn seinna og tók Sergey Veshinin, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við af honum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hefur ekki verið á fundinum. „Stöðvaðu stríðið og þá mun hann ekki tala fyrst,“ sagði Rama. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, stýrði fundi ráðsins í dag.AP/Craig Ruttle Seinna gagnrýndi Rama Rússa harðlega vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá gagnrýndi hann aðra leiðtoga sem neituðu að kalla innrás Rússa réttu nafni og sagði hana skipta allan heiminn máli. Aðstoðarmenn Selenskís, tístu svo seinna þökkum til Rama fyrir ummæli hans. Dear @EdiRamaal, today at the UNSC you showed the world how to correctly handle Russia, its lies, and its hypocrisy. I thank you for steering the Presidency in such a principled manner. pic.twitter.com/0wKca8xZon— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 20, 2023 Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Gana Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Selenskí sagði flest alla í heiminum sjá að stríðið í Úkraínu væri óréttlætanlegt landvinningastríð. Hann sagðist þakklátur öllum sem hefðu viðurkennt Rússland sem árásaraðilann og sagði það að hjálpa Úkraínumönnum vera það sama og að verja stofnunarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að gera þyrfti breytingar á Öryggisráðinu og svipta Rússland neitunarvaldi þar. „Það er ómögulegt að binda enda á stríðið þar sem allar ályktanir eru stöðvaðar af árásaraðilanum.“ Fimm ríki hafa fast sæti í öryggisráðinu og neitunarvald. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Þá ítrekaði Selenskí tíu liða friðaráætlun Úkraínu. Nana Addo Dankwa, forseti Gana, sló á svipaða strengi og Selenskí gerði og gagnrýndi öryggisráðið og samsetningu þess. Hann sagði að neitunarvald Rússa og annarra ríkja í ráðinu gerðu það óskilvirkt. Þá sagði hann Sameinuðu þjóðirnar virðast óviljugar til að hafa áhrif á stríðið í Úkraínu. Sagði innrásina brjóta gegn alþjóðalögum Antónío Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf fund öryggisráðsins með því að lýsa því yfir að innrás Rússa í Úkraínu væri klárt brot á stofnsáttmála SÞ og á alþjóðalögum. Innrásin hefði ýtt undir deilur á svæðinu, aukið óstöðugleika í heiminum og bætt á ógnina frá kjarnorkuvopnum. „Þetta stríð hefur banað eða sært tugum þúsunda óbreyttra borgara, rústað lífum, hrellt kynslóð barna, sundrað fjölskyldu, rústað hagkerfi Úkraínu og breytt umfangsmiklum ræktunarlöndum í banvæn jarðsprengjusvæði,“ sagði Guterres. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, sem stýrði fundinum, byrjaði á því að bjóða sendiherrum margra ríkja sem eiga ekki sæti í öryggisráðinu að sitja fundinn og taka þátt í umræðunni um innrás Rússa í Úkraínu. Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum.AP/Mary Altaffer Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, spurði Rama, í upphafi fundarins, af hverju Selenskí fengi að ávarpa fundinn á undan öðrum í salnum, þar sem Úkraína væri ekki meðlimur í öryggisráðinu. Rama svaraði á þá leið að það væri svo aðrir leiðtogar og erindrekar gætu brugðist við ummælum Selenskís. „Komandi frá þér, er kvörtun um brot á reglunum nokkuð merkilegt," sagði Rama um þau ummæli Nebenzya að það bryti gegn reglum Öryggisráðsins að Selenskí ávarpaði fundinn fyrst. Rama sagði alla vilja heyra hvað Selenskí hefði að segja. Nebenzya yfirgaf fundinn seinna og tók Sergey Veshinin, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, við af honum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hefur ekki verið á fundinum. „Stöðvaðu stríðið og þá mun hann ekki tala fyrst,“ sagði Rama. Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, stýrði fundi ráðsins í dag.AP/Craig Ruttle Seinna gagnrýndi Rama Rússa harðlega vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þá gagnrýndi hann aðra leiðtoga sem neituðu að kalla innrás Rússa réttu nafni og sagði hana skipta allan heiminn máli. Aðstoðarmenn Selenskís, tístu svo seinna þökkum til Rama fyrir ummæli hans. Dear @EdiRamaal, today at the UNSC you showed the world how to correctly handle Russia, its lies, and its hypocrisy. I thank you for steering the Presidency in such a principled manner. pic.twitter.com/0wKca8xZon— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 20, 2023
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Gana Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent