Ísfélagið setur stefnuna á risaskráningu á markað undir lok ársins
![Ólafur H. Marteinsson, sem var framkvæmdastjóri Ramma og einn af stærri hluthöfum þess í gegnum eignarhaldsfélagið Marteinn Haraldsson, og Guðbjörg Matthíasdóttir, langsamlega stærsti eigandi Ísfélagsins. Með skráningu í Kauphöllina verður félagið að líkindum sjöunda stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaði.](https://www.visir.is/i/0147CE2F1256F7B94B7397348536C56E0FF7F7C77CA0488BC73DCCF2D51E855E_713x0.jpg)
Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/C266EEF2AF5B2DDEC301D834A8A5C3AF894A1167191387C3BADAF840428F2558_308x200.jpg)
Ice Fish Farm stefnir á að sækja 6,5 milljarða króna í aukið hlutafé
Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hyggst sækja jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna í aukið hlutafé. Núverandi hluthafar, þar á meðal tvö íslensk félög, munu leggja til bróðurpart fjárhæðarinnar.
![](https://www.visir.is/i/F9610AC708802AED5662A178EC99703733D0AE9AD85F4AD6D5A65DFCCC160AAC_308x200.jpg)
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu
Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021.
![](https://www.visir.is/i/1788E0B444374CAA9994A24701D99B63138CD03554704D0BBF47A744B073465E_308x200.jpg)
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast
Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað.