Hvað gera bændur nú? Trausti Hjálmarsson skrifar 20. september 2023 15:01 Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin. Má segja að nú sé búið að vinna til baka hrun afurðaverðs sem varð haustið 2016 og 2017. Þrátt fyrir hækkun afurðaverðs hefur ekki tekist að koma til móts við gífurlega hækkun framleiðslukostnaðar og ekki síður verulega hækkun fjármagnskostnaðar undanfarin misseri. Að óbreyttu horfa sauðfjárbændur fram á óviðunandi afkomu á þessu ári og þá er rétt að spyrja sig: Hvað gera bændur nú? Meðan afkoman er óviðunandi mun samdrátturinn halda áfram. Við bætist að uppskera á gróffóðri var víða með minna móti þetta sumarið, sem býr til aukinn hvata til samdráttar í framleiðslunni. Í stöðu sem þessari þarf að leita allra leiða til að láta reksturinn ganga upp. Það hafa bændur sannarlega gert með því að hagræða í sínum rekstri. Afurðaverð hefur hækkað og fært bændum auknar tekjur. En í þeirri stöðu sem nú er uppi er horft til þess með hvaða hætti stjórnvöld geta stutt við greinina. Fáir þekkja það betur en íslenskir sauðfjárbændur að búa við kröpp kjör. Til þess eru búvörusamningar að gefa sauðfjárbændum tækifæri á að búa með reisn og gera öllum neytendum kleift að kaupa gæðavöru á góðu verði. Allt þetta ár hafa bændur beðið frétta af endurskoðun búvörusamninga. Jafnvel haft væntingar um sértækar aðgerða líkt og farið var í sumarið 2022. Engar fregnir hafa borist af slíkum fyrirætlunum frá ráðherra landbúnaðarmál. Að vísu er blásið til sóknar í mikilvægum verkefnum tengt innleiðingu verndandi arfgerðar gegn riðuveiki sem og kornrækt. Það er af hinu góða. En ekkert virðist vera í gangi innan ráðuneytisins sem ávarpar alvarlega stöðu landbúnaðarins. Á sama tíma horfum við á stjórnvöld í nágrannalöndum okkar standa með sinni landbúnaðarframleiðslu. Evrópusambandið setti í sumar 430 milljónir Evra (62,4 milljarðar ísl. kr) í stuðning við bændur til að takast á við kostnaðarhækkanir, tjóna vegna veðurfars og ýmissa markaðslegra áskoranna. Hluti af fjármagninu fer til landa sem hafa orðið fyrir forsendubrest vegna niðurfellingar tolla á landbúnaðarvörur frá Úkraínu. Árlega gera norskir bændur samning við stjórnvöld um rekstrarskilyrði landbúnaðarins. Þetta árið lauk samningalotunni 16. maí. Þar er tekið tillit til erfiðrar rekstraraðstæðna árið 2023 og stuðningur aukin sem nemur 111.000 norskum krónum á hvert ársverk (um 1,4 miljónir ísl. kr). Á meðan bíða íslenskir bændur eftir viðbrögðum ráðherra. Er ekki lengur vilji til að standa með íslenskum landbúnaði. Á meðan ekkert er gert þá er þörf á því að spyrja sig, Hvað gera bændur nú? Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun