Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á Austfjörðum þar sem rýmingum vegna skriðuhættu hefur verið aflétt.

Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána.

Við heyrum líka í Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals hf. sem hefur ýmislegt við eftirlit Matvælastofnunar á hvalveiðum hans að athuga. 

Að auki verður rætt við Guðmund Kristinsson forstjóra Brims um úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×