Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 11:50 Guðmundur Kristjánsson og Brim felldu Samkeppniseftirlitið og nú telur það forsendur samnings við matvælaráðuneytið brostnar. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Vísir/Vilhelm/Arnar Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13