Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:05 María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir mikilvægt að ræða um stafrænt kynferðisofbeldi við fólk. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira