Vegurinn um Mjóafjarðarheiði lokaður vegna vatnaskemmda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 16:20 Lilja Alfreðsdóttir ráðherra birti þessa mynd frá heimsókn ríkisstjórnarinnar í Mjóafjörð þann 1. september síðastliðinn. Lilja Dögg Lokað er fyrir bílaumferð um Mjóafjarðarheiði sem liggur frá hringveginum sunnan við Egilsstöðum og inn í Mjóafjörð. Bóndi í firðinum segir vatn hafa grafið veginn í sundur á tveimur stöðum hið minnsta. Hættustig almannavarna er á Austurlandi vegna mikillar úrkomu. Svæði sem inniheldur á fjórða tug húsa á Seyðisfirði var rýmt í gær. Áfram hellirignir. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, segir í samtali við Austurfrétt að heimafólk í firðinum sé afslappað þrátt fyrir lokun. Á meðan Mjóafjarðarheiði er lokuð kemst enginn akandi til eða frá Mjóafirði. Aurskriður urðu á Seyðisfirði í desember fyrir tæpum þremur árum. Nú er hættustig um miðjan september. Sigfús segir miklar haustrigningar í september ekki óþekktar. „Pabbi gamli átti afmæli 20. september og ég man ekki betur en það hafi verið einhver svona djöfullinn í gangi oftar en ekki á þeim tíma. Ekki bara rigningar heldur krapahríð og allur fjandinn þannig að þetta er ekki merkilegt svona til lengri tíma litið,“ segir Sigfús við Austurfrétt. „Svona nokkuð getur komið á öllum árstíma hvar sem er. Mér var sagt frá því að árið 1946 hafi grafið undan íbúðarhúsi hér hinu megin við fjörðinn vegna rigninga. Kerlingin á bænum fór niður í kjallara og leysti kýrnar frá til að bjarga þeim og þetta var um miðjan ágústmánuð.“ Múlaþing Veður Samgöngur Tengdar fréttir Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44 Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19 Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Hættustig almannavarna er á Austurlandi vegna mikillar úrkomu. Svæði sem inniheldur á fjórða tug húsa á Seyðisfirði var rýmt í gær. Áfram hellirignir. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði, segir í samtali við Austurfrétt að heimafólk í firðinum sé afslappað þrátt fyrir lokun. Á meðan Mjóafjarðarheiði er lokuð kemst enginn akandi til eða frá Mjóafirði. Aurskriður urðu á Seyðisfirði í desember fyrir tæpum þremur árum. Nú er hættustig um miðjan september. Sigfús segir miklar haustrigningar í september ekki óþekktar. „Pabbi gamli átti afmæli 20. september og ég man ekki betur en það hafi verið einhver svona djöfullinn í gangi oftar en ekki á þeim tíma. Ekki bara rigningar heldur krapahríð og allur fjandinn þannig að þetta er ekki merkilegt svona til lengri tíma litið,“ segir Sigfús við Austurfrétt. „Svona nokkuð getur komið á öllum árstíma hvar sem er. Mér var sagt frá því að árið 1946 hafi grafið undan íbúðarhúsi hér hinu megin við fjörðinn vegna rigninga. Kerlingin á bænum fór niður í kjallara og leysti kýrnar frá til að bjarga þeim og þetta var um miðjan ágústmánuð.“
Múlaþing Veður Samgöngur Tengdar fréttir Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44 Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19 Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. 19. september 2023 08:44
Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. 19. september 2023 07:19
Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. 18. september 2023 15:53