Háskólar 21. aldarinnar Davíð Þorláksson og Katrín Atladóttir skrifa 19. september 2023 14:31 Bandaríski hagfræðingurinn Steven Levitt sagði að hvati væri byssukúla eða lykill; oft lítill hlutur sem gæti haft gríðarlega mikil áhrif til breytinga. Það skiptir máli að öll kerfi séu stillt af með réttum hvötum því það hefur mikil áhrif á það hver útkoman úr þeim verður. Ljóst er að núverandi fjármögnunarlíkan íslensku háskólanna, sem var tekið upp á síðustu öld, er barn síns tíma. Það er því mikið fagnaðarefni að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi nú kynnt gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem er forsenda þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Breytingarnar færa okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum og hefur skilað góðum árangri þar. Í stað þess t.d. að 65% fjármagnsins byggi á þreyttum einingum verður kennsla ráðandi þáttur með 60% sem skiptist á milli lokinna eininga (42%) og útskriftir (18%). Það skapar augljósan hvata fyrir skóla að tryggja góðan árangur í námi í stað þess að hvatinn snúist fyrst og fremst um að hafa sem allra flesta nema skráða í nám. Aukin og bætt menntun, m.a. í háskólum, er eitt besta tól hins opinbera til að viðhalda góðum lífskjörum og bæta þau til langs tíma. Menntakerfið getur veitt öllum jöfn tækifæri, óháð efnahag. Því er mikilvægt að háskólar séu vel fjármagnaðir og í stakk búnir að veita góða menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. Nýtt fjármögnunarlíkan er mikilvægt skref í þá átt. Höfundar sitja í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Katrín Atladóttir Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Bandaríski hagfræðingurinn Steven Levitt sagði að hvati væri byssukúla eða lykill; oft lítill hlutur sem gæti haft gríðarlega mikil áhrif til breytinga. Það skiptir máli að öll kerfi séu stillt af með réttum hvötum því það hefur mikil áhrif á það hver útkoman úr þeim verður. Ljóst er að núverandi fjármögnunarlíkan íslensku háskólanna, sem var tekið upp á síðustu öld, er barn síns tíma. Það er því mikið fagnaðarefni að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi nú kynnt gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem er forsenda þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Breytingarnar færa okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndunum og hefur skilað góðum árangri þar. Í stað þess t.d. að 65% fjármagnsins byggi á þreyttum einingum verður kennsla ráðandi þáttur með 60% sem skiptist á milli lokinna eininga (42%) og útskriftir (18%). Það skapar augljósan hvata fyrir skóla að tryggja góðan árangur í námi í stað þess að hvatinn snúist fyrst og fremst um að hafa sem allra flesta nema skráða í nám. Aukin og bætt menntun, m.a. í háskólum, er eitt besta tól hins opinbera til að viðhalda góðum lífskjörum og bæta þau til langs tíma. Menntakerfið getur veitt öllum jöfn tækifæri, óháð efnahag. Því er mikilvægt að háskólar séu vel fjármagnaðir og í stakk búnir að veita góða menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. Nýtt fjármögnunarlíkan er mikilvægt skref í þá átt. Höfundar sitja í háskólaráði Háskóla Íslands.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar