Heimilisofbeldi ekki talið brot í nánu sambandi Árni Sæberg skrifar 18. september 2023 14:55 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárásir í garð þáverandi sambýliskonu sinnar. Dómari taldi háttsemi hans ekki falla undir nýlegt lagaákvæði um brot í nánu sambandi. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar, með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Honum var gefið að sök að í eitt skipti í janúar 2021, á þáverandi heimili þeirra, slegið konuna með flötum lófa í andlitið, í eitt skipti í júní 2021, á þáverandi dvalarstað þeirra, tekið hana hálstaki með annarri höndinni og slegið hana einu sinni í andlitið með hinni höndinni, þann 2. febrúar 2022, á þáverandi heimili þeirra að, tekið hana hálstaki með annarri höndinni, slegið hana einu sinni í andlitið með krepptum hnefa og sagt við hana að hann ætlaði að berja hana betur, og þann 3. febrúar 2022, á þáverandi heimili þeirra, hrint henni harkalega með þeim afleiðingum að hún lenti á sófaborði sem og vínflöskum sem lágu á gólfi íbúðarinnar. Eftir skýrslutökur fyrir dómi féll ákæruvaldið frá fyrsta ákærulið. Sonur konunnar varð vitni að ofbeldinu Hvað annan ákærulið varðar segir í dóminum að konan hefði lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu þann 4. febrúar árið 2022 að hún og maðurinn hafi búið saman frá því í maí 2019. Hann hefði nokkrum sinnum lagt á hana hendur og eitt skiptið hafi hann ,,stokkið á hálsinn á henni og kýlt hana í andlitið.“ Hún hafi sagt eitthvað vitlaust sem hafi orðið til þess að maðurinn hafi ráðist á hana Fyrir dómi hafi maðurinn neitað því að hafa nokkurn tímann beitt konuna ofbeldi en þau hafi ef til vill rifist. Þá hafi þau bæði verið í mikilli áfengisneyslu á meðan á sambúð þeirra stóð. Fyrir dómi hafi konan sagt að hún hafi setið í sófa þegar maðurinn hafi stokkið á hana, tekið hana hálstaki með annarri hendinni og slegið hana með flötum lófa með hinni hendinni. Hún kvaðst ekki muna eftir sérstökum aðdraganda að þessu en sonur hennar hafi séð þetta Fyrir dómi hafi sonur konunnar sagt að hann hefði verið inni í herbergi sínu og heyrt rifrildi á milli mannsins og móður hans. Hann hafi síðan séð, í gegnum opna hurð, aðra hendi mannsins fara um háls konunnar og hann hafi slegið hana með hinni hendinni. Í niðurstöðu dómsins hvað ákæruliðinn varðar segir að framburður konunnar fái stoð í framburði sonar hennar og að ekkert þyki hafa komið fram sem bendi til þess að framburður hennar sé rangur. Þá sé heldur ekkert sem bendir til þess að konan hafi borið manninn röngum sökum. Því teldist að ákæruvaldið hefði sannað að maðurinn hafi gert sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hins vegar gæti háttsemi hans ekki varðað við ákvæði almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Því væri hann aðeins sakfelldur fyrir líkamsárás. Mundi ekkert eftir meintri líkamsárás Hvað varðar ákærulið þrjú, um að maðurinn hefði kýlt konuna og tekið hana hálstakið í febrúar árið 2022, segir í dóminum að maðurinn hafi sagt fyrir dómi að atvikið hefði ekki átt sér stað en hugsanlega hafi hann og konan rifist. Hann kýli ekki fólk og alls ekki konur. Hann og konan hafi á þessum tíma verið meira og minna ölvuð. Hann hafi verið ósáttur við að konan hafi farið mikið á veitingastaði í [ótilgreindum bæ] og hann hafi verið farið að gruna að konan væri með öðrum manni, sem hafi reynst rétt. Konan hafi kvaðst ekki muna eftir atvikinu en á þeim tíma sem um ræðir hafi hún og maðurinn drukkið mjög mikið. Þá hafi hún sagst ekki muna eftir því að afa lýst þessu atviki hjá lögreglu. Maðurinn var því sýknaður af ákæruliðnum. Játaði að hafa ýtt við konunni Í lokaákæruliðnum var maðurinn ákærður fyrir að hafa hrint konunni harkalega með þeim afleiðingum að hún lenti á sófaborði sem og vínflöskum sem lágu á gólfi íbúðarinnar. Fyrir dómi sagði maðurinn að systir konunnar hafi komið heim til þeirra. Konan hafi verið með leiðindi og hann hafi ýtt við henni en ekki hrint henni. Við það hafi konan látið sig falla leikrænt á stofuborð og gripið með báðum höndum um borðbrúnina. Hún hafi lent á borðinu og tveimur tómum vínflöskum á gólfinu. Ekki hafi verið um ofbeldi að ræða af hálfu hans og konan hafi ekki fengið áverka við þetta. Hann kvaðst hafa verið ölvaður en muna samt vel eftir þessu. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af játningu mannsins að hluta og framburðum konunnar og systur hennar þyki ekki varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðnum. Hins vegar væri ekki sannað að um harkalega hrindingu hafi verið að ræða heldur hafi hann frekar ýtt við konunni með þeim afleiðingum að hún féll. Með hliðsjón af því og þeirri staðreynd að maðurinn hefði aðeins verið sakfelldur fyrir tvo ákæruliði af fjórum var ekki talið unnt að fella háttsemi hans að neinu leyti undir brot í nánu sambandi. Maðurinn var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni hálfa milljón í miskabætur, helming málsvarnarlauna skipaðsverjanda, sem voru alls tæplega 1,1, milljón króna, og helming þóknunar réttargæslumanns konunnar, sem var alls tæplega 600 þúsund krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar, með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Honum var gefið að sök að í eitt skipti í janúar 2021, á þáverandi heimili þeirra, slegið konuna með flötum lófa í andlitið, í eitt skipti í júní 2021, á þáverandi dvalarstað þeirra, tekið hana hálstaki með annarri höndinni og slegið hana einu sinni í andlitið með hinni höndinni, þann 2. febrúar 2022, á þáverandi heimili þeirra að, tekið hana hálstaki með annarri höndinni, slegið hana einu sinni í andlitið með krepptum hnefa og sagt við hana að hann ætlaði að berja hana betur, og þann 3. febrúar 2022, á þáverandi heimili þeirra, hrint henni harkalega með þeim afleiðingum að hún lenti á sófaborði sem og vínflöskum sem lágu á gólfi íbúðarinnar. Eftir skýrslutökur fyrir dómi féll ákæruvaldið frá fyrsta ákærulið. Sonur konunnar varð vitni að ofbeldinu Hvað annan ákærulið varðar segir í dóminum að konan hefði lýst því í skýrslutöku hjá lögreglu þann 4. febrúar árið 2022 að hún og maðurinn hafi búið saman frá því í maí 2019. Hann hefði nokkrum sinnum lagt á hana hendur og eitt skiptið hafi hann ,,stokkið á hálsinn á henni og kýlt hana í andlitið.“ Hún hafi sagt eitthvað vitlaust sem hafi orðið til þess að maðurinn hafi ráðist á hana Fyrir dómi hafi maðurinn neitað því að hafa nokkurn tímann beitt konuna ofbeldi en þau hafi ef til vill rifist. Þá hafi þau bæði verið í mikilli áfengisneyslu á meðan á sambúð þeirra stóð. Fyrir dómi hafi konan sagt að hún hafi setið í sófa þegar maðurinn hafi stokkið á hana, tekið hana hálstaki með annarri hendinni og slegið hana með flötum lófa með hinni hendinni. Hún kvaðst ekki muna eftir sérstökum aðdraganda að þessu en sonur hennar hafi séð þetta Fyrir dómi hafi sonur konunnar sagt að hann hefði verið inni í herbergi sínu og heyrt rifrildi á milli mannsins og móður hans. Hann hafi síðan séð, í gegnum opna hurð, aðra hendi mannsins fara um háls konunnar og hann hafi slegið hana með hinni hendinni. Í niðurstöðu dómsins hvað ákæruliðinn varðar segir að framburður konunnar fái stoð í framburði sonar hennar og að ekkert þyki hafa komið fram sem bendi til þess að framburður hennar sé rangur. Þá sé heldur ekkert sem bendir til þess að konan hafi borið manninn röngum sökum. Því teldist að ákæruvaldið hefði sannað að maðurinn hafi gert sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hins vegar gæti háttsemi hans ekki varðað við ákvæði almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Því væri hann aðeins sakfelldur fyrir líkamsárás. Mundi ekkert eftir meintri líkamsárás Hvað varðar ákærulið þrjú, um að maðurinn hefði kýlt konuna og tekið hana hálstakið í febrúar árið 2022, segir í dóminum að maðurinn hafi sagt fyrir dómi að atvikið hefði ekki átt sér stað en hugsanlega hafi hann og konan rifist. Hann kýli ekki fólk og alls ekki konur. Hann og konan hafi á þessum tíma verið meira og minna ölvuð. Hann hafi verið ósáttur við að konan hafi farið mikið á veitingastaði í [ótilgreindum bæ] og hann hafi verið farið að gruna að konan væri með öðrum manni, sem hafi reynst rétt. Konan hafi kvaðst ekki muna eftir atvikinu en á þeim tíma sem um ræðir hafi hún og maðurinn drukkið mjög mikið. Þá hafi hún sagst ekki muna eftir því að afa lýst þessu atviki hjá lögreglu. Maðurinn var því sýknaður af ákæruliðnum. Játaði að hafa ýtt við konunni Í lokaákæruliðnum var maðurinn ákærður fyrir að hafa hrint konunni harkalega með þeim afleiðingum að hún lenti á sófaborði sem og vínflöskum sem lágu á gólfi íbúðarinnar. Fyrir dómi sagði maðurinn að systir konunnar hafi komið heim til þeirra. Konan hafi verið með leiðindi og hann hafi ýtt við henni en ekki hrint henni. Við það hafi konan látið sig falla leikrænt á stofuborð og gripið með báðum höndum um borðbrúnina. Hún hafi lent á borðinu og tveimur tómum vínflöskum á gólfinu. Ekki hafi verið um ofbeldi að ræða af hálfu hans og konan hafi ekki fengið áverka við þetta. Hann kvaðst hafa verið ölvaður en muna samt vel eftir þessu. Í niðurstöðu dómsins segir að með hliðsjón af játningu mannsins að hluta og framburðum konunnar og systur hennar þyki ekki varhugavert að telja hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruliðnum. Hins vegar væri ekki sannað að um harkalega hrindingu hafi verið að ræða heldur hafi hann frekar ýtt við konunni með þeim afleiðingum að hún féll. Með hliðsjón af því og þeirri staðreynd að maðurinn hefði aðeins verið sakfelldur fyrir tvo ákæruliði af fjórum var ekki talið unnt að fella háttsemi hans að neinu leyti undir brot í nánu sambandi. Maðurinn var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni hálfa milljón í miskabætur, helming málsvarnarlauna skipaðsverjanda, sem voru alls tæplega 1,1, milljón króna, og helming þóknunar réttargæslumanns konunnar, sem var alls tæplega 600 þúsund krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira