Infantino fékk kaldar kveðjur í Dallas Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 13:31 Infantino fékk kaldar kveðjur vestanhafs. Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann var á meðal áhorfenda á leik Dallas Cowboys og New York Jets í NFL-deildinni vestanhafs í gærkvöld. Infantino sat með þeim Victor Montagliani, forseta CONCACAF, knattspyrnusambands Norður-Ameríku, og Eric Shanks, framkvæmdastjóra Fox Sports, á AT&T-vellinum í Dallas í gær. Spilað verður á vellinum á HM karla í fótbolta 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Samkvæmt fréttamönnum á leik gærkvöldsins, sem Cowboys unnu örugglega, 30-10, var baulað hressilega á Infantino þegar honum var varpað upp á stóra skjáinn á vellinum. Infantino hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi vegna verkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór þar í landi í fyrra. Talið er að að minnsta kosti 6.500 verkamenn hafi látið lífið í aðdraganda mótsins og þeir unnið við afar slæmar aðstæður. Ekki hefur verið opinberað hvar úrslitaleikur mótsins 2026 fer fram en eftir heimsókn Infantino til Dallas í gær hafa orðrómar farið á kreik um að hann fari þar fram. Völlurinn í Dallas tekur 80 þúsund manns í sæti en hægt er að fjölga þeim í 105 þúsund. FIFA President Gianni Infantino is visiting AT&T Stadium today, taking in Cowboys-Jets at the venue that will host matches in the 2026 FIFA World Cup.Reporters there say there were some boos when he popped up on the massive videoboard. pic.twitter.com/tNIIwvt4bx— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 17, 2023 NFL FIFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Infantino sat með þeim Victor Montagliani, forseta CONCACAF, knattspyrnusambands Norður-Ameríku, og Eric Shanks, framkvæmdastjóra Fox Sports, á AT&T-vellinum í Dallas í gær. Spilað verður á vellinum á HM karla í fótbolta 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Samkvæmt fréttamönnum á leik gærkvöldsins, sem Cowboys unnu örugglega, 30-10, var baulað hressilega á Infantino þegar honum var varpað upp á stóra skjáinn á vellinum. Infantino hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi vegna verkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór þar í landi í fyrra. Talið er að að minnsta kosti 6.500 verkamenn hafi látið lífið í aðdraganda mótsins og þeir unnið við afar slæmar aðstæður. Ekki hefur verið opinberað hvar úrslitaleikur mótsins 2026 fer fram en eftir heimsókn Infantino til Dallas í gær hafa orðrómar farið á kreik um að hann fari þar fram. Völlurinn í Dallas tekur 80 þúsund manns í sæti en hægt er að fjölga þeim í 105 þúsund. FIFA President Gianni Infantino is visiting AT&T Stadium today, taking in Cowboys-Jets at the venue that will host matches in the 2026 FIFA World Cup.Reporters there say there were some boos when he popped up on the massive videoboard. pic.twitter.com/tNIIwvt4bx— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 17, 2023
NFL FIFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira