Infantino sat með þeim Victor Montagliani, forseta CONCACAF, knattspyrnusambands Norður-Ameríku, og Eric Shanks, framkvæmdastjóra Fox Sports, á AT&T-vellinum í Dallas í gær. Spilað verður á vellinum á HM karla í fótbolta 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.
Samkvæmt fréttamönnum á leik gærkvöldsins, sem Cowboys unnu örugglega, 30-10, var baulað hressilega á Infantino þegar honum var varpað upp á stóra skjáinn á vellinum.
Infantino hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi vegna verkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór þar í landi í fyrra. Talið er að að minnsta kosti 6.500 verkamenn hafi látið lífið í aðdraganda mótsins og þeir unnið við afar slæmar aðstæður.
Ekki hefur verið opinberað hvar úrslitaleikur mótsins 2026 fer fram en eftir heimsókn Infantino til Dallas í gær hafa orðrómar farið á kreik um að hann fari þar fram.
Völlurinn í Dallas tekur 80 þúsund manns í sæti en hægt er að fjölga þeim í 105 þúsund.
FIFA President Gianni Infantino is visiting AT&T Stadium today, taking in Cowboys-Jets at the venue that will host matches in the 2026 FIFA World Cup.
— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 17, 2023
Reporters there say there were some boos when he popped up on the massive videoboard. pic.twitter.com/tNIIwvt4bx