Infantino fékk kaldar kveðjur í Dallas Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 13:31 Infantino fékk kaldar kveðjur vestanhafs. Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fékk heldur kaldar kveðjur þegar hann var á meðal áhorfenda á leik Dallas Cowboys og New York Jets í NFL-deildinni vestanhafs í gærkvöld. Infantino sat með þeim Victor Montagliani, forseta CONCACAF, knattspyrnusambands Norður-Ameríku, og Eric Shanks, framkvæmdastjóra Fox Sports, á AT&T-vellinum í Dallas í gær. Spilað verður á vellinum á HM karla í fótbolta 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Samkvæmt fréttamönnum á leik gærkvöldsins, sem Cowboys unnu örugglega, 30-10, var baulað hressilega á Infantino þegar honum var varpað upp á stóra skjáinn á vellinum. Infantino hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi vegna verkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór þar í landi í fyrra. Talið er að að minnsta kosti 6.500 verkamenn hafi látið lífið í aðdraganda mótsins og þeir unnið við afar slæmar aðstæður. Ekki hefur verið opinberað hvar úrslitaleikur mótsins 2026 fer fram en eftir heimsókn Infantino til Dallas í gær hafa orðrómar farið á kreik um að hann fari þar fram. Völlurinn í Dallas tekur 80 þúsund manns í sæti en hægt er að fjölga þeim í 105 þúsund. FIFA President Gianni Infantino is visiting AT&T Stadium today, taking in Cowboys-Jets at the venue that will host matches in the 2026 FIFA World Cup.Reporters there say there were some boos when he popped up on the massive videoboard. pic.twitter.com/tNIIwvt4bx— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 17, 2023 NFL FIFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Sjá meira
Infantino sat með þeim Victor Montagliani, forseta CONCACAF, knattspyrnusambands Norður-Ameríku, og Eric Shanks, framkvæmdastjóra Fox Sports, á AT&T-vellinum í Dallas í gær. Spilað verður á vellinum á HM karla í fótbolta 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Samkvæmt fréttamönnum á leik gærkvöldsins, sem Cowboys unnu örugglega, 30-10, var baulað hressilega á Infantino þegar honum var varpað upp á stóra skjáinn á vellinum. Infantino hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi vegna verkamanna sem unnu að uppbyggingu í Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór þar í landi í fyrra. Talið er að að minnsta kosti 6.500 verkamenn hafi látið lífið í aðdraganda mótsins og þeir unnið við afar slæmar aðstæður. Ekki hefur verið opinberað hvar úrslitaleikur mótsins 2026 fer fram en eftir heimsókn Infantino til Dallas í gær hafa orðrómar farið á kreik um að hann fari þar fram. Völlurinn í Dallas tekur 80 þúsund manns í sæti en hægt er að fjölga þeim í 105 þúsund. FIFA President Gianni Infantino is visiting AT&T Stadium today, taking in Cowboys-Jets at the venue that will host matches in the 2026 FIFA World Cup.Reporters there say there were some boos when he popped up on the massive videoboard. pic.twitter.com/tNIIwvt4bx— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 17, 2023
NFL FIFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Fleiri fréttir Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Sjá meira