„Það er ótrúlegt hvað þessi veikindi hafa hjálpað mér mikið“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. október 2023 20:00 Theodóra er bjartsýn á að ná fullum bata. Theodóra Mjöll Líf hárgreiðslukonunnar og vöruhönnuðarins Theodóru Mjallar Skúladóttu, breyttist til frambúðar eftir að hún veiktist af Covid-19 fyrir þremur árum. Hún greindist með taugasjúkdóm í kjölfarið sem lýsir sér meðal annars í tíðum flogaköstum. Óhætt er að segja að heimsfaraldur kórónuveiru hafi haft áhrif á líf flestra Íslendinga. Flestir Íslendingar smituðust og massinn náði sér vel. Þó er fjöldi fólks sem fór verr út úr veikindunum og margir eru enn að ná sér. „Allt breyttist. Ég þekkti ekki líkamann minn. Það var eins og veiran hafi breytt grunnkerfinu og ég þurfti að læra á nýjan geimverulíkama, þannig var tilfinningin,“ segir Theodóra sem gekk á milli lækna í eitt og hálft ár þar til hún fékk greiningu. Hún væri með taugasjúkdóm. Theodóra er ein vinsælasta hárgreiðslukona landsins.Theodóra Mjöll. Theodóra segir líkamann bregðast við ákveðnum aðstæðum líkt og hljóðum, umhverfi og hugsunum með tímabundunni lömun eða flogaköstum. „Þessi taugasjúkdómur er sem betur fer ekki taugahrörnunarsjúkdómur sem þýðir að batahorfur eru góðar, en líf mitt hefur breyst til frambúðar, “ segir hún. Áður lifði Theodóra heilbrigðu lífi þar sem hún starfaði sem hárgreiðslukona, gaf út bækur ásamt því að reka hárvörufyrirtækið Thea. Útskrifuð af Reykjalundi Theodóra fagnaði ákveðnum sigri í sumar þegar hún útkrifaðist eftir árs endurhæfingu af Reykjalundi. „Þetta er búið að vera eins og ganga upp Everest. Það eitt að mæta á Reykjalund og vera orðinn sjúklingur var gríðarlega stór biti fyrir mig að kyngja, en líka að þurfa að biðja um aðstoð frá öðrum. Það tók tíma að taka stöðu mína í sátt en ég er blessunarlega gædd þeim kostum að gefast seint upp,“ segir Theodóra. Theodóra gekk á milli lækna í eitt og hálft ár þangað til hún fékk loksins greiningu á því sem hrjáði hana.Theodóra Mjöll. Hún er full af þakklæti fyrir sterkt bakland. „Það eru margir sem tala um að veikindi hjálpi manni að fá aðra sýn á lífið, verða þakklátari fyrir það sem maður hefur og fólkið sitt. Það er satt og er klisja af ástæðu.“ Lífið snérist á hvolf Fyrstu mánuðina breyttust einkennin og urðu tíðari og fleiri þar sem svimi, taugaverkir og mígreni voru daglegt brauð. „Nú var ég ekki bara að lamast tímabundið í fótunum heldur öllum líkamanum. Það var eins og ég væri með innbyggða on og off takka í kerfinu sem slökktu á líkamanum. Ég datt niður eins og ég væri dauð,“ segir Theodóra. Hún var þó með meðvitund og vissi hvað gekk á en gat hvorki tjáð sig né hreyft: „Til að bæta gráu ofan á svart fór ég að fá tíð flogaköst. Ég hef aldrei verið flogaveik. Áður en ég vissi af var ég að missa tengingu við alla vöðva líkamans, detta út og fá flogaköst allt að tuttugu sinnum í viku,” bætir hún við. Theodóra segist gæta að einföldum grunnþáttum lífsins til að líða betur.Theodóra Mjöll. Sjúkdómurinn og vinnan hefur fengið Theodóru til að hugsa um lífið út frá nýju sjónarhorni. „Lífið er svo hverfult, ósanngjarnt og stutt, en lífið er svo frábært ef maður er tilbúinn að sjá það,“ segir Theodóra og bætir við: „Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að fá sjúkdóm sem er hægt að vinna sig í gegnum.“ Aðspurð segir Theodóra lykilinn að bættri heilsu vera jafnvægi á grunnþáttum lífsins. Svefn, mataræði, hreyfing og streytuminni lífstíll. Þá iðkar hún einnig hugleiðslu. „Ég þarf að hlusta á líkamann mun meira en áður. Passa mig að vera meira til staðar fyrir sjálfa mig. Þegar allt gengur vel og ég kem jafnvægi á þessi einföldu atriði sem ég get stjórnað er ég mun betur í stakk búin til að takast á við allt hitt.“ Húmorinn mikilvægt tól Theodóra segist leggja áherslu á að vera heiðarleg við sjálfa sig. „Þegar ég er tilbúin að horfast í augu við eigin galla verð ég miklu betri manneskja. Ég er alls ekki fullkomin, ég er langt frá því að halda því fram,“ segir Theodóra og hlær. „Þrátt fyrir veikindi held ég að við ættum flest öll að vera meðvitaðri um hvernig þessir leyndu streituvaldar í lífinu hafa áhrif á okkur,“ segir Theodóra sem segist ekki ná fullkomnalega að halda utan um mataræði og svefnvenjur. Hún stoppar ef hún nálgast brúnina. Eftir að Theodóra veiktist ákvað hún að einbeita sér að því sem veitir henni innblástur og hamingju. „Ég gef mér núna tíma til að spila reglulega á fiðluna ásamt því að mála málverk. Ég er dugleg að pússla og hlusta á sögur,“ segir Theodóra. „Ég leyfi mér að leita svara hvaða streitan eða álagið er að koma. Ég tek mig til hliðar og tækla ástandið á rólegan hátt,“ segir Theodóra sem hefði óskað þess að hafa lært að hlúa að sér á þennan hátt miklu fyrr. „Það er ótrúlegt hvað þessi veikindi hafa hjálpa mér mikið. Sjá þessa leyndu streituvalda sem ég áttaði mig ekki á og hélt ég væri ekki þáttakandi í.“ Húmorinn hefur hjálpað Theodóru í gegnum erfiðið og segir hann mikilvægan hlekk fyrir heildarmyndina. „Við vinkonur mínar vorum mikið gera að grín að því ég færi á stefnumót. Við ímynduðum okkur að ég væri á fínum veitingastað og myndi skyndilega missa andlitið niður í diskinn,“ segir Theodóra glettin. „Það verður að vera hægt sjá einhverja skoplega hlið við það að fá skyndilegt flogakast og detta niður eins og ég væri dauð, sem er auðvitað smá kaldhæðnislegt en léttir á alvarleika veikindanna sem er nauðsynlegt inn á milli.“ Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hár og förðun Tengdar fréttir „Í áskorunum er tækifæri til að þróast“ „Hugmyndin um að þróa mitt eigið hárvörumerki er búin að vera í höfðinu á mér í mörg ár en ég byrjaði ekki að vinna í henni að alvöru fyrr en 2019,“ segir vöruhönnuðurinn og hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack í samtali við Vísi. 27. maí 2021 09:30 Önnur Frozen-bók Theodóru Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack hárgreiðslukona vinnur nú að gerð annarrar Frozen-hárbókar fyrir Bandaríkjamarkað. 3. desember 2014 11:30 Með þúsund og einn hlut í ofninum Theodóra Mjöll er sveitastelpa sem flutti að heiman til höfuðborgarinnar aðeins 15 ára gömul og slysaðist inn í hárgreiðsluheiminn. 5. desember 2014 10:45 Einfaldar uppgreiðslur í vetur Mjúkir liðir og gel-greitt hár eiga vinsældum að fagna. 12. september 2014 19:00 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Óhætt er að segja að heimsfaraldur kórónuveiru hafi haft áhrif á líf flestra Íslendinga. Flestir Íslendingar smituðust og massinn náði sér vel. Þó er fjöldi fólks sem fór verr út úr veikindunum og margir eru enn að ná sér. „Allt breyttist. Ég þekkti ekki líkamann minn. Það var eins og veiran hafi breytt grunnkerfinu og ég þurfti að læra á nýjan geimverulíkama, þannig var tilfinningin,“ segir Theodóra sem gekk á milli lækna í eitt og hálft ár þar til hún fékk greiningu. Hún væri með taugasjúkdóm. Theodóra er ein vinsælasta hárgreiðslukona landsins.Theodóra Mjöll. Theodóra segir líkamann bregðast við ákveðnum aðstæðum líkt og hljóðum, umhverfi og hugsunum með tímabundunni lömun eða flogaköstum. „Þessi taugasjúkdómur er sem betur fer ekki taugahrörnunarsjúkdómur sem þýðir að batahorfur eru góðar, en líf mitt hefur breyst til frambúðar, “ segir hún. Áður lifði Theodóra heilbrigðu lífi þar sem hún starfaði sem hárgreiðslukona, gaf út bækur ásamt því að reka hárvörufyrirtækið Thea. Útskrifuð af Reykjalundi Theodóra fagnaði ákveðnum sigri í sumar þegar hún útkrifaðist eftir árs endurhæfingu af Reykjalundi. „Þetta er búið að vera eins og ganga upp Everest. Það eitt að mæta á Reykjalund og vera orðinn sjúklingur var gríðarlega stór biti fyrir mig að kyngja, en líka að þurfa að biðja um aðstoð frá öðrum. Það tók tíma að taka stöðu mína í sátt en ég er blessunarlega gædd þeim kostum að gefast seint upp,“ segir Theodóra. Theodóra gekk á milli lækna í eitt og hálft ár þangað til hún fékk loksins greiningu á því sem hrjáði hana.Theodóra Mjöll. Hún er full af þakklæti fyrir sterkt bakland. „Það eru margir sem tala um að veikindi hjálpi manni að fá aðra sýn á lífið, verða þakklátari fyrir það sem maður hefur og fólkið sitt. Það er satt og er klisja af ástæðu.“ Lífið snérist á hvolf Fyrstu mánuðina breyttust einkennin og urðu tíðari og fleiri þar sem svimi, taugaverkir og mígreni voru daglegt brauð. „Nú var ég ekki bara að lamast tímabundið í fótunum heldur öllum líkamanum. Það var eins og ég væri með innbyggða on og off takka í kerfinu sem slökktu á líkamanum. Ég datt niður eins og ég væri dauð,“ segir Theodóra. Hún var þó með meðvitund og vissi hvað gekk á en gat hvorki tjáð sig né hreyft: „Til að bæta gráu ofan á svart fór ég að fá tíð flogaköst. Ég hef aldrei verið flogaveik. Áður en ég vissi af var ég að missa tengingu við alla vöðva líkamans, detta út og fá flogaköst allt að tuttugu sinnum í viku,” bætir hún við. Theodóra segist gæta að einföldum grunnþáttum lífsins til að líða betur.Theodóra Mjöll. Sjúkdómurinn og vinnan hefur fengið Theodóru til að hugsa um lífið út frá nýju sjónarhorni. „Lífið er svo hverfult, ósanngjarnt og stutt, en lífið er svo frábært ef maður er tilbúinn að sjá það,“ segir Theodóra og bætir við: „Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að fá sjúkdóm sem er hægt að vinna sig í gegnum.“ Aðspurð segir Theodóra lykilinn að bættri heilsu vera jafnvægi á grunnþáttum lífsins. Svefn, mataræði, hreyfing og streytuminni lífstíll. Þá iðkar hún einnig hugleiðslu. „Ég þarf að hlusta á líkamann mun meira en áður. Passa mig að vera meira til staðar fyrir sjálfa mig. Þegar allt gengur vel og ég kem jafnvægi á þessi einföldu atriði sem ég get stjórnað er ég mun betur í stakk búin til að takast á við allt hitt.“ Húmorinn mikilvægt tól Theodóra segist leggja áherslu á að vera heiðarleg við sjálfa sig. „Þegar ég er tilbúin að horfast í augu við eigin galla verð ég miklu betri manneskja. Ég er alls ekki fullkomin, ég er langt frá því að halda því fram,“ segir Theodóra og hlær. „Þrátt fyrir veikindi held ég að við ættum flest öll að vera meðvitaðri um hvernig þessir leyndu streituvaldar í lífinu hafa áhrif á okkur,“ segir Theodóra sem segist ekki ná fullkomnalega að halda utan um mataræði og svefnvenjur. Hún stoppar ef hún nálgast brúnina. Eftir að Theodóra veiktist ákvað hún að einbeita sér að því sem veitir henni innblástur og hamingju. „Ég gef mér núna tíma til að spila reglulega á fiðluna ásamt því að mála málverk. Ég er dugleg að pússla og hlusta á sögur,“ segir Theodóra. „Ég leyfi mér að leita svara hvaða streitan eða álagið er að koma. Ég tek mig til hliðar og tækla ástandið á rólegan hátt,“ segir Theodóra sem hefði óskað þess að hafa lært að hlúa að sér á þennan hátt miklu fyrr. „Það er ótrúlegt hvað þessi veikindi hafa hjálpa mér mikið. Sjá þessa leyndu streituvalda sem ég áttaði mig ekki á og hélt ég væri ekki þáttakandi í.“ Húmorinn hefur hjálpað Theodóru í gegnum erfiðið og segir hann mikilvægan hlekk fyrir heildarmyndina. „Við vinkonur mínar vorum mikið gera að grín að því ég færi á stefnumót. Við ímynduðum okkur að ég væri á fínum veitingastað og myndi skyndilega missa andlitið niður í diskinn,“ segir Theodóra glettin. „Það verður að vera hægt sjá einhverja skoplega hlið við það að fá skyndilegt flogakast og detta niður eins og ég væri dauð, sem er auðvitað smá kaldhæðnislegt en léttir á alvarleika veikindanna sem er nauðsynlegt inn á milli.“
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hár og förðun Tengdar fréttir „Í áskorunum er tækifæri til að þróast“ „Hugmyndin um að þróa mitt eigið hárvörumerki er búin að vera í höfðinu á mér í mörg ár en ég byrjaði ekki að vinna í henni að alvöru fyrr en 2019,“ segir vöruhönnuðurinn og hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack í samtali við Vísi. 27. maí 2021 09:30 Önnur Frozen-bók Theodóru Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack hárgreiðslukona vinnur nú að gerð annarrar Frozen-hárbókar fyrir Bandaríkjamarkað. 3. desember 2014 11:30 Með þúsund og einn hlut í ofninum Theodóra Mjöll er sveitastelpa sem flutti að heiman til höfuðborgarinnar aðeins 15 ára gömul og slysaðist inn í hárgreiðsluheiminn. 5. desember 2014 10:45 Einfaldar uppgreiðslur í vetur Mjúkir liðir og gel-greitt hár eiga vinsældum að fagna. 12. september 2014 19:00 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
„Í áskorunum er tækifæri til að þróast“ „Hugmyndin um að þróa mitt eigið hárvörumerki er búin að vera í höfðinu á mér í mörg ár en ég byrjaði ekki að vinna í henni að alvöru fyrr en 2019,“ segir vöruhönnuðurinn og hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack í samtali við Vísi. 27. maí 2021 09:30
Önnur Frozen-bók Theodóru Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack hárgreiðslukona vinnur nú að gerð annarrar Frozen-hárbókar fyrir Bandaríkjamarkað. 3. desember 2014 11:30
Með þúsund og einn hlut í ofninum Theodóra Mjöll er sveitastelpa sem flutti að heiman til höfuðborgarinnar aðeins 15 ára gömul og slysaðist inn í hárgreiðsluheiminn. 5. desember 2014 10:45
Einfaldar uppgreiðslur í vetur Mjúkir liðir og gel-greitt hár eiga vinsældum að fagna. 12. september 2014 19:00