Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 19:58 Russell Brand hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjórum konum og fleiri hafa lýst óeðlilegri hegðun hans í gegnum árin. EPA/Paul Buck Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“ Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“
Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16