João Félix kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir undirbúning Oriol Romeu. Robert Lewandowski tvöfaldaði svo forystuna skömmu síðar og staðan 2-0 í hálfleik.
Ferrán Torres bætti við þriðja markinu áður en Lewandowski lagði boltann á Raphinha sem gulltryggði sigurinn á 66. mínútu. Bakvörðurinn João Cancelo skoraði svo fimmta mark leiksins undir lok leiks og aftur var það markamaskínan Lewandowski sem gaf stoðsendinguna.
Lokatölur í Katalóníu 5-0 og Börsungar mættir á toppinn, tímabundið allavega. Real Madríd getur náð toppsætinu á nýjan leik annað kvöld.
Valencia varð svo fyrsta liðið til að leggja Atl. Madríd að velli í La Liga á tímabilinu. Lokatölur 3-0 Valencia í vil.