Handbolti

Valsmenn fara með þriggja marka forskot í seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson varði níu skot í marki Vals í dag.
Björgvin Páll Gústavsson varði níu skot í marki Vals í dag. Vísir/Hulda Margrét

Valur vann góðan þriggja marka sigur gegn litháíska liðinu Granitas Karys í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Evrópubikars karla í handbolta í dag.

Báðir leikirnir fara fram í Litháen og var leikur dagsins talinn sem heimaleikur Vals. Valsmenn höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og leiddu með fimm mörkum að honum loknum, staðan 14-9, Val í vil.

Granitas jafnaði þó metin í stöðunni 20-20 í síðari hálfleik, en Valsmenn reyndust sterkari unir lokin og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-24.

Valur fer því með þriggja marka forskot inn í seinni leikinn sem fram fer á morgun og eru í góðri stöðu til að tryggja sér sæti í næstu umferð.

Allan Nordberg, Ísak Gústafsson, Viktor Sigurðsson og Úlfur Páll Monsi Þórðarson voru markahæstir í liði Vals í dag, allir með fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×