Fótbolti

Mættu til leiks tíu dögum eftir and­lát Vio­letu og til­einkuðu henni sigurinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Einherja tileinkuðu Violetu Mitul sigurinn í gær. Violeta lést af slysförum í smábátahöfninni á Vopnafirði fyrir rúmri viku.
Leikmenn Einherja tileinkuðu Violetu Mitul sigurinn í gær. Violeta lést af slysförum í smábátahöfninni á Vopnafirði fyrir rúmri viku. Aðsend/Einherji

Leikmenn Einherja unnu nauman 1-0 sigur er liðið heimsótti Völsung í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gær.

Sigurinn kemur aðeins tíu dögum eftir að samherji þeirra, Violeta Mitul, lést af slysförum í smábátahöfninni á Vopnafirði. Hún var aðeins 26 ára gömul.

Leikmenn Einherja þjöppuðu sig þó saman fyrir leikinn og unnu sterkan 1-0 sigur þar sem sigurmarkið var skorað á lokamínútum leiksins. Það var Paula Lopez Ruiz sem skoraði markið og að leik loknum tileinkuðu leikmenn Einherja Violetu sigurinn.

Eftir sigurinn situr Einherji í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig þegar liðið á einn leik eftir. Einherji á eftir að mæta Álftanesi í leik sem átti að fara fram um síðustu helgi, en enn á eftir að finna nýjan leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×