Bretar banna banvæna hundategund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 18:08 Hunda af tegundinni American bully XL geta orðið allt að sextíu kílógrömm. Getty Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán. Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán.
Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25