Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. september 2023 12:04 Ríkisstjórnin kannar nú fýsileika þess að gera breytingar á húsnæðiskosti stofnanna og flytja þær á milli húsnæða. Vísir Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. „Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira