Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. september 2023 12:04 Ríkisstjórnin kannar nú fýsileika þess að gera breytingar á húsnæðiskosti stofnanna og flytja þær á milli húsnæða. Vísir Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. „Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira
„Við höfum verið að skoða húsnæðismál tiltekinna opinberra stofnana. Við höfum ákveðið að meta kostnað og fýsileika þess að Listasafn Íslands fái mögulega rými í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti, þar sem auðvitað hafa áður verið gríðarlega mikilvæg listaverk og að húsið verði metið út frá annarri mögulegri menningarstarfsemi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að auk þess sé ætlunin að kanna möguleiki á að Safnahúsið verði nýtt undir starfsemi Hæstaréttar. Þá verði það metið hvort Landsréttur, sem nú er til húsa á Kársnesi í Kópavogi, geti nýtt sér núverandi húsnæði Hæstaréttar í miðbæ Reykjavíkur. Þá sé á döfinni að skoða húsnæðismál Héraðsdóms Reykjaness og Héraðsdóms Reykjavíkur. Katrín segir að gamli Sjómannaskólinn hafi komið til tals í því samhengi. Bjartsýn á breytingar á stjórnarskrá Katrín kveðst vera bjartsýn á að formenn flokka á þingi muni geta komið sér saman um breytingar á stjórnarskrá sem lagðar eru fram í greinargerðum sérfræðinga og greint var frá í morgun. „Markmið mitt að setja saman samtal með formönnum allra stjórnmálaflokka um áramót og kanna hvort við getum náð saman um breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hefur greinargerðum sérfræðinga um kafla stjórnarskrárinnar um Alþingi, dómstóla og mannréttindi verið skilað til forsætisráðuneytisins. Katrín segist ætla að stuðla að því að samtal muni eiga sér stað í samfélaginu, við fræðasamfélagið, félagasamtök og á vettavangi stjórnmálanna um þær tillögur sem lagðar eru fram í greinargerðinni. Að það muni eiga sér opin umræða um þær í haust. „Mér finnst þetta gríðarlega vönduð vinna og ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við í stjórmmálum, að það skiptir máli að það sé sem breiðust samstaða um þær.“ Hversu langt erum við frá breyttri stjórnarskrá? „Ég er nú alltaf gríðarlega bjartsýn og hef þá einnlægu sannfæringu að það sé mikilvægt að gerðar verði ákveðnar breytingar á stjórnarskrá,“ segir Katrín og nefnir umhverfis-og auðlindamál í því samhengi. „Ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn. Ég hef upplýst formenn allra flokka um þessa vinnu og sendi þeim þessa greinargerð í vikunni. Allir þessir formenn eru tilbúnir i að nalgast verkefnið á nýjan leik.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira