Innlent

Há­skóli Ís­lands fær háa sekt vegna eftir­lits­mynda­véla

Árni Sæberg skrifar
Nemendur Háskóla Íslands sæta víða rafrænu eftirliti.
Nemendur Háskóla Íslands sæta víða rafrænu eftirliti. Vísir/VILHELM

Persónuvernd hefur sektað Háskóla Íslands um eina og hálfa milljón króna eftir að kvartað var yfir rafrænni vöktun af hálfu skólans.

Í úrskurði Persónuverndar, sem birtur var í morgun, segir að nánar tiltekið hafi verið kvartað yfir eftirlitsmyndavélum innan og utan bygginga Háskóla Íslands og að engar merkingar væru sjáanlegar sem gæfu til kynna að rafrænt eftirlit væri fyrir hendi. Einnig hafi verið kvartað yfir því að ekki hefði farið fram kynning á tilgangi, eðli, umfangi, vistun eða öðru sem lýtur að vöktuninni.

Niðurstaða Persónuverndar væri sú að merkingar og fræðsla Háskóla Íslands um rafræna vöktun í og við byggingar háskólans samrýmdust ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Persónuvernd hafi lagt á Háskóla Íslands 1.500.000 króna stjórnvaldssekt og lagt fyrir Háskóla Íslands að uppfæra og setja upp merkingar um rafræna vöktun í byggingum og útisvæðum til samræmis við lög um persónuvernd og reglur um rafræna vöktun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×