„Ekki nálægt því að vera sá Michael sem við öll þekktum“ Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2023 09:31 Formúlu 1 goðsögnin og sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher Vísir/Getty Johnny Herbert, náinn vinur og fyrrum liðsfélagi Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, segir aldrei neinar jákvæðar fréttir berast af líðan þýsku goðsagnarinnar sem lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 og lítið hefur spurst til síðan þá. Ástandið hafi skiljanlega tekið sinn toll á yngri bróðir Michaels, Ralf Schumacher. Undanfarið hefur mátt greina það í fjölmiðlum ytra að fyrrum samstarfsmenn og nánir vinir Michaels hafa verið að tjá sig um hann og ýja að því hver staðan sé í raun og veru hjá þessari goðsögn í sögu Formúlu 1 mótaraðarinnar og íþróttaheimsins. Lítið hefur verið gefið upp hver staða Michaels í raun og veru sé eftir þetta hörmulega skíðaslys árið 2013. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk Michaels að halda einkalífi fjölskyldunnar fjarri kastljósi fjölmiðla, regla sem hann hafði sjálfur í heiðri á meðan á ökumannsferli hans í Formúlu 1 stóð. Á dögunum birtist viðtal við vin Schumachers, fyrrum fjölmiðlamanninn Roger Benoit í svissneskum miðli og þar sagði Benoit stöðu Schumachers vonlausa. Herbert, sem var liðsfélagi Michaels hjá Formúlu 1 liði Benetton á sínum tíma, fékk veður af þessu viðtali sem Benoit fór í og endurómar það sem hann sagði. „Það eru í raun ekki nýjar fréttir. Það sem við vitum núna er að við fáum aldrei jákvæðar fréttir,“ segir Herbert um stöðuna á fyrrum liðsfélaga sínum. „Það er það hræðilega við þetta, hann er ekki nálægt því að vera sá Michael sem við öll þekktum. Það er mjög sorglegt.“ Herbert fagnar sigri með Schumacher í Spænska kappakstrinum árið 1995.Vísir/Getty Herbert segir ástand Michaels skiljanlega hafa haft mikil áhrif á yngri bróðir hans Ralf Schumacher, sem einnig á að baki feril í Formúlu 1. Herbert segir Ralf hafa þroskast mun hraðar í kjölfar þessa alvarlega slyss sem bróðir hans lenti í. „Hann hefur breyst töluvert og persónuleiki hans er mjög ólíkur þeim sem við sáum þegar að hann var ökumaður í Formúlu 1,“ segir Herbert sem hefur unnið með Ralf í kringum útsendingar Sky í Þýskalandi í tengslum við Formúlu 1. Ralf SchumacherVísir/Getty „Hann er góð manneskja,“ segir Herberg um Ralf. „En hefur fengið aukna ábyrgð á sínar herðar eftir það sem gerðist fyrir eldri bróður hans og hefur þurft að takast á við ýmislegt.“ Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Undanfarið hefur mátt greina það í fjölmiðlum ytra að fyrrum samstarfsmenn og nánir vinir Michaels hafa verið að tjá sig um hann og ýja að því hver staðan sé í raun og veru hjá þessari goðsögn í sögu Formúlu 1 mótaraðarinnar og íþróttaheimsins. Lítið hefur verið gefið upp hver staða Michaels í raun og veru sé eftir þetta hörmulega skíðaslys árið 2013. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk Michaels að halda einkalífi fjölskyldunnar fjarri kastljósi fjölmiðla, regla sem hann hafði sjálfur í heiðri á meðan á ökumannsferli hans í Formúlu 1 stóð. Á dögunum birtist viðtal við vin Schumachers, fyrrum fjölmiðlamanninn Roger Benoit í svissneskum miðli og þar sagði Benoit stöðu Schumachers vonlausa. Herbert, sem var liðsfélagi Michaels hjá Formúlu 1 liði Benetton á sínum tíma, fékk veður af þessu viðtali sem Benoit fór í og endurómar það sem hann sagði. „Það eru í raun ekki nýjar fréttir. Það sem við vitum núna er að við fáum aldrei jákvæðar fréttir,“ segir Herbert um stöðuna á fyrrum liðsfélaga sínum. „Það er það hræðilega við þetta, hann er ekki nálægt því að vera sá Michael sem við öll þekktum. Það er mjög sorglegt.“ Herbert fagnar sigri með Schumacher í Spænska kappakstrinum árið 1995.Vísir/Getty Herbert segir ástand Michaels skiljanlega hafa haft mikil áhrif á yngri bróðir hans Ralf Schumacher, sem einnig á að baki feril í Formúlu 1. Herbert segir Ralf hafa þroskast mun hraðar í kjölfar þessa alvarlega slyss sem bróðir hans lenti í. „Hann hefur breyst töluvert og persónuleiki hans er mjög ólíkur þeim sem við sáum þegar að hann var ökumaður í Formúlu 1,“ segir Herbert sem hefur unnið með Ralf í kringum útsendingar Sky í Þýskalandi í tengslum við Formúlu 1. Ralf SchumacherVísir/Getty „Hann er góð manneskja,“ segir Herberg um Ralf. „En hefur fengið aukna ábyrgð á sínar herðar eftir það sem gerðist fyrir eldri bróður hans og hefur þurft að takast á við ýmislegt.“
Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira