Vanhæfur Þröstur neitaði að yfirgefa fund: „Ég mun sitja sem fastast“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. september 2023 15:01 Þröstur var duglegur að vísa í Biblíuna í máli sínu, en hann sagðist meðal annars óttast að fara með ákveðna bæn í ótta um afleiðingar þess fyrir andstæðinga sína. Málið varðar skipulagsbreytingu í Fljótsdalshéraði vegna Fjarðarheiðarganga. Vegagerðin Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa fund sveitarstjórnar í gær, en þá höfðu tíu meðlimir stjórnarinnar kosið með vanhæfistillögu gegn Þresti sem kaus einn á móti. Hann vísaði til Síðari króníkubókar úr Gamla testamentinu og Postulasögunnar úr því nýja, þegar hann færði rök fyrir því að málið væri fordæmalaust og að hann ætlaði sér að sitja sem fastast. Málið sem sveitarstjórnin telur Þröst vanhæfan í varðar skipulagsbreytingu í Fljótsdalshéraði vegna Fjarðarheiðarganga. Samkvæmt heimildum Vísis á bróðir Þrastar lóðir sem Fjarðaheiðargöng myndu liggja um yrðu þau lögð. Tillagan um þessa skipulagsbreytingu var samþykkt með tíu atkvæðum að Þresti viðstöddum sem fékk ekki að tjá sig um málið. Óttaðist afleiðingar bænar Þegar mögulegt vanhæfi Þrastar var tekið til umræðu tók Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnarinnar, til máls. Hún rak söguna á þá leið að þetta mál hefði áður komið til umræðu og þá hafi sveitarstjórn kosið Þröst vanhæfan, en hann kært niðurstöðuna til innviðaráðherra. Í svari ráðherra hafi ekki verið sett út á niðurstöðu sveitarstjórnar Þröstur tók þá sjálfur til máls, en hann virðist líta svarið öðrum augum og vill meina að mögulegt vanhæfi hans sé í raun mjög óljóst í lagalegum skilningi. Ráðherra hafi ekki tekið afstöðu til málsins. Hann tók fram í upphafi ræðu sinnar að hann ætlaði sér ekki að vera langorður í máli sínu. Ræða hans varð tæplega tólf mínútna löng. Bæn Asa konungs, úr fjórtánda kafla Síðari konungsbókar Gamla testamentisins varð til umfjöllunar Þrastar. „Ástæðan fyrir því að ég vil helst ekki grípa til þeirrar bænar er sú að afleiðingarnar fyrir mótherjanna urðu skelfilegar. Ég bið þess að þær verði ekki hér,“ sagði Þröstur og vísar til sögunnar af því þegar Guð lagði mikinn her af velli og þjóð hans tók mikið herfang í kjölfarið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig að taka á þessu máli sem kristinn einstaklingur,“ sagði Þröstur, sem játaði, að eigin sögn, þá synd að hann ætti erfitt með að umbera andstæðinga sína í þessu máli, líkt og Pétur postuli segði sér að gera. „Ég mun sitja sem fastast“ Þegar Þröstur hafði lokið máli sínu var kosið um vanhæfi hans. Líkt og áður segir kusu tíu manns með vanhæfistillögunni, en einn gegn og þar var sjálfur Þröstur. Hann var þá beðinn um að yfirgefa fundarherbergið, en fékk fyrst að segja nokkur orð aftur. Ræða hans í það skiptið var öllu styttri, en aftur vísaði hann til Péturs postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Þröstur var aftur beðinn um að yfirgefa fundarsalinn, en ljóst var að hann ætlaði sér ekki að gera það. Þá var ákveðið að taka skyldi fundarhlé. Þegar fundurinn hófst á ný fékk Þröstur að sitja áfram í fundarsalnum, en sökum vanhæfis hafði hann hvorki málfrelsi, tillögu- né atkvæðisrétt. Tillagan sem málið varðar var samþykkt með tíu atkvæðum. Hefur áður ratað í fjölmiðla Þröstur hefur áður ratað í fjölmiðla. Fyrir rétt tæpu ári síðan var það vegna þessa sama máls, en þá kallaði hann til Guðs í ræðu sinni. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur þá, en forseti sveitarstjórnar svaraði þá til og biðlaði til sveitarstjórnarmanna að líkja sér ekki við drottinn guð eða Jesú Krist. „Ég líkti þér ekki við hann. Ég var bara að biðla til hans, þar sem að mér er vegið,“ svaraði Þröstur þá. Jafnframt vakti athygli þegar hann sagði að Covid-19 væri aðeins „slæm pest“ og að „satanískt samsæri“ væri í gangi þegar heimsfaraldurinn reið yfir. Einnig sagðist hann sannfærður um að bænahring í Reykjavík hafi mátt þakka að ekki hafi orðið manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Múlaþing Trúmál Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Hann vísaði til Síðari króníkubókar úr Gamla testamentinu og Postulasögunnar úr því nýja, þegar hann færði rök fyrir því að málið væri fordæmalaust og að hann ætlaði sér að sitja sem fastast. Málið sem sveitarstjórnin telur Þröst vanhæfan í varðar skipulagsbreytingu í Fljótsdalshéraði vegna Fjarðarheiðarganga. Samkvæmt heimildum Vísis á bróðir Þrastar lóðir sem Fjarðaheiðargöng myndu liggja um yrðu þau lögð. Tillagan um þessa skipulagsbreytingu var samþykkt með tíu atkvæðum að Þresti viðstöddum sem fékk ekki að tjá sig um málið. Óttaðist afleiðingar bænar Þegar mögulegt vanhæfi Þrastar var tekið til umræðu tók Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnarinnar, til máls. Hún rak söguna á þá leið að þetta mál hefði áður komið til umræðu og þá hafi sveitarstjórn kosið Þröst vanhæfan, en hann kært niðurstöðuna til innviðaráðherra. Í svari ráðherra hafi ekki verið sett út á niðurstöðu sveitarstjórnar Þröstur tók þá sjálfur til máls, en hann virðist líta svarið öðrum augum og vill meina að mögulegt vanhæfi hans sé í raun mjög óljóst í lagalegum skilningi. Ráðherra hafi ekki tekið afstöðu til málsins. Hann tók fram í upphafi ræðu sinnar að hann ætlaði sér ekki að vera langorður í máli sínu. Ræða hans varð tæplega tólf mínútna löng. Bæn Asa konungs, úr fjórtánda kafla Síðari konungsbókar Gamla testamentisins varð til umfjöllunar Þrastar. „Ástæðan fyrir því að ég vil helst ekki grípa til þeirrar bænar er sú að afleiðingarnar fyrir mótherjanna urðu skelfilegar. Ég bið þess að þær verði ekki hér,“ sagði Þröstur og vísar til sögunnar af því þegar Guð lagði mikinn her af velli og þjóð hans tók mikið herfang í kjölfarið. „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig að taka á þessu máli sem kristinn einstaklingur,“ sagði Þröstur, sem játaði, að eigin sögn, þá synd að hann ætti erfitt með að umbera andstæðinga sína í þessu máli, líkt og Pétur postuli segði sér að gera. „Ég mun sitja sem fastast“ Þegar Þröstur hafði lokið máli sínu var kosið um vanhæfi hans. Líkt og áður segir kusu tíu manns með vanhæfistillögunni, en einn gegn og þar var sjálfur Þröstur. Hann var þá beðinn um að yfirgefa fundarherbergið, en fékk fyrst að segja nokkur orð aftur. Ræða hans í það skiptið var öllu styttri, en aftur vísaði hann til Péturs postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Þröstur var aftur beðinn um að yfirgefa fundarsalinn, en ljóst var að hann ætlaði sér ekki að gera það. Þá var ákveðið að taka skyldi fundarhlé. Þegar fundurinn hófst á ný fékk Þröstur að sitja áfram í fundarsalnum, en sökum vanhæfis hafði hann hvorki málfrelsi, tillögu- né atkvæðisrétt. Tillagan sem málið varðar var samþykkt með tíu atkvæðum. Hefur áður ratað í fjölmiðla Þröstur hefur áður ratað í fjölmiðla. Fyrir rétt tæpu ári síðan var það vegna þessa sama máls, en þá kallaði hann til Guðs í ræðu sinni. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur þá, en forseti sveitarstjórnar svaraði þá til og biðlaði til sveitarstjórnarmanna að líkja sér ekki við drottinn guð eða Jesú Krist. „Ég líkti þér ekki við hann. Ég var bara að biðla til hans, þar sem að mér er vegið,“ svaraði Þröstur þá. Jafnframt vakti athygli þegar hann sagði að Covid-19 væri aðeins „slæm pest“ og að „satanískt samsæri“ væri í gangi þegar heimsfaraldurinn reið yfir. Einnig sagðist hann sannfærður um að bænahring í Reykjavík hafi mátt þakka að ekki hafi orðið manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember 2020.
Múlaþing Trúmál Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira