Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan upp í annað sæti eftir sigur gegn meisturunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2023 21:00 Andrea Mist Pálsdóttir skortaði eina mark leiksins. Vísir/Anton Brink Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjarnan fer með þessum sigri upp fyrir Þrótt og Breiðablik í annað sæti deildarinnar. Bæði lið voru vel spilandi á rennblautu gervigrasinu í fyrri hálfleik. Héldu boltanum vel sín á milli en sköpuðu sér fá hættuleg marktækifæri. Þórdís Elva átti flottan leik í holunni hjá Val. Anton Brink Ásdís Karen á hægri kanti Vals var þeirra hættulegasti leikmaður fram á við. Valskonur leituðu til hennar í hvert skipti sem komið var fram á völlinn og henni tókst að tengja vel við Þórdísi Elvu inn á miðsvæðinu og framherjann Amöndu. Ásdís átti bestu atlöguna að marki Stjörnunnar í fyrri hálfleik, fékk boltann rétt fyrir utan teig og skaut háu skoti yfir markmanninn sem skoppaði af slánni og aftur fyrir. Ásdís Karen skýtur að marki umkringd varnarmönnum. Anton Brink Stjarnan varðist spili Vals vel í fyrri hálfleiknum, lokuðu á fyrirgjafir þeirra og fleygðu sér fyrir skotin. Þær voru svo léttleikandi og flæðandi þegar komið var fram á völlinn en gekk illa að finna marktækifærin. Besta atlaga þeirra að marki Vals var lang skot Örnu Dísar sem Fanney í markinu varði stórkostlega. Þeim tókst svo loks að koma boltanum í netið á 38. mínútu, Betsy Doon fékk boltann úti hægra megin og stakk honum inn fyrir á Örnu Dís sem renndi honum út á Andreu Mist og hún kláraði færið af miklu öryggi. Stjarnan með eins marks forystu þegar flautað var til háfleiks. Andrea Mist fagnar marki með Örnu Dís sem lagði upp á hana. Anton Brink Seinni hálfleikurinn var fremur tíðindalítill, bæði lið hafa verið undir stífu leikjaálagi síðustu vikur og þreytan fór fljótt að segja til sín í seinni hálfleik. Valur virtist sterkari aðilinn og hélt betur í boltann en það voru þó Stjörnukonur sem komust næst því að skora. Færin komu undir lok leiks, tvö í röð, í fyrra skiptið átti varamaðurinn Hulda Hrund skot í stöngina eftir misheppnaða sendingu í öftustu línu Vals. Örskammri stund síðar átti fékk Jasmín Erla boltann á vítapunktinum en mistókst að stýra honum á markið. Valskonur þrýstu aðeins á lokamínútunum en tókst ekki að skora og Stjarnan hirti öll stigin þrjú. Erin hélt marki sínu hreinu í kvöld. Anton Brink Afhverju vann Stjarnan? Það var fátt um færi og bæði lið vörðust virkilega vel í þessum leik. En Stjarnan nýtti tækifærin vel og uppskar verðskuldaðan sigur. Valskonur börðust ekkert fyrir lífi sínu í leit að jöfnunarmarkinu, eðlilega, og þannig sigldi Stjarnan þremur stigum örugglega heim. Hverjir stóðu upp úr? Andrea Mist var valin maður leiksins og á það fyllilega skilið, skoraði gott mark og var síógnandi í fremstu línu. Hægri hlið Stjörnunnar var mjög öflug í dag, Arna Dís í bakverði og Betsy Doon á kantinum. Í liði Vals voru Ásdís Karen og Amanda framúrskarandi, allur sóknarleikur fór í gegnum þær en þeim tókst ekki að finna markið í dag. Hvað gekk illa? Eins og áður segir var lítið undir í þessum leik fyrir Val og því skiljanlegt að liðið hafi ekki lagt mikið í sölurnar til að sækja jöfnunarmarkið. Sömuleiðis voru bæði lið frekar þreytt þegar líða fór á leikinn enda nýkomin úr tveimur Evrópuleikjum. Hvað gerist næst? Stjarnan spilar risaleik við Breiðablik næsta sunnudag, Blikarnir duttu niður í þriðja sætið og munu mæta af öllum krafti til að vinna annað sætið til baka af Stjörnunni. Valur mætir FH á sama tíma. Það er lítið upp á að spila í þeim leik, Valur búið að tryggja sér titilinn og FH í neðsta sæti efri hlutans. „Mér er eiginlega alveg sama, ef ég á að segja alveg eins og er.“ Pétur Pétursson hefur nú gert Val að Íslandsmeistara þrjú ár í röð.VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var hvergi bonkinn eftir úrslit kvöldsins. Enda skiptu þau liðið litlu sem engu máli. „Mér er eiginlega alveg sama, ef ég á að segja alveg eins og er“ sagði þjálfarinn léttur í bragði að leik loknum. Hann tekur ekki undir fullyrðingar blaðamanns að leikirnir sem eftir eru skipti engu máli. „Auðvitað skipta þeir máli, auðvitað viljum við vinna leiki en við töpuðum í dag og það er bara þannig.“ Liðið hefur verið undir miklu álagi síðustu vikur en Pétur segir þreytuna ekki hafa sagt mikið til sín í kvöld. „Nei mér fannst það nú ekki, mér fannst við reyna alveg endalaust í seinni hálfleik en það bara tókst ekki. Þetta er bara hluti af þessu, það er aftur leikur á sunnudaginn og þetta er bara ákveðið prógramm alltaf á sama tíma.“ „En leyfðu mér að spurja þig að einu, hverjir verða í settinu hjá Helenu? Eru það sérfræðingarnir þrír, eða fjórir, sem spáðu okkur þriðja sætinu?“ sagði Pétur og hló. Hann skýtur þarna skotum að sérfræðingum Bestu markanna sem spáðu liðinu 3. sæti í deildinni, Vísir spáði liðinu 2. sæti og Valsarar geta glaðst yfir því að hafa farið fram úr þeim væntingum. Næst spilar liðið við FH á sunnudaginn kemur, formsatriði, en mikilvægt engu að síður að sækja stigin þrjú. „Við förum bara í alla leiki til að vinna, það er leikur eftir þrjá daga, mætum bara til að sigra leikinn“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Valur
Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjarnan fer með þessum sigri upp fyrir Þrótt og Breiðablik í annað sæti deildarinnar. Bæði lið voru vel spilandi á rennblautu gervigrasinu í fyrri hálfleik. Héldu boltanum vel sín á milli en sköpuðu sér fá hættuleg marktækifæri. Þórdís Elva átti flottan leik í holunni hjá Val. Anton Brink Ásdís Karen á hægri kanti Vals var þeirra hættulegasti leikmaður fram á við. Valskonur leituðu til hennar í hvert skipti sem komið var fram á völlinn og henni tókst að tengja vel við Þórdísi Elvu inn á miðsvæðinu og framherjann Amöndu. Ásdís átti bestu atlöguna að marki Stjörnunnar í fyrri hálfleik, fékk boltann rétt fyrir utan teig og skaut háu skoti yfir markmanninn sem skoppaði af slánni og aftur fyrir. Ásdís Karen skýtur að marki umkringd varnarmönnum. Anton Brink Stjarnan varðist spili Vals vel í fyrri hálfleiknum, lokuðu á fyrirgjafir þeirra og fleygðu sér fyrir skotin. Þær voru svo léttleikandi og flæðandi þegar komið var fram á völlinn en gekk illa að finna marktækifærin. Besta atlaga þeirra að marki Vals var lang skot Örnu Dísar sem Fanney í markinu varði stórkostlega. Þeim tókst svo loks að koma boltanum í netið á 38. mínútu, Betsy Doon fékk boltann úti hægra megin og stakk honum inn fyrir á Örnu Dís sem renndi honum út á Andreu Mist og hún kláraði færið af miklu öryggi. Stjarnan með eins marks forystu þegar flautað var til háfleiks. Andrea Mist fagnar marki með Örnu Dís sem lagði upp á hana. Anton Brink Seinni hálfleikurinn var fremur tíðindalítill, bæði lið hafa verið undir stífu leikjaálagi síðustu vikur og þreytan fór fljótt að segja til sín í seinni hálfleik. Valur virtist sterkari aðilinn og hélt betur í boltann en það voru þó Stjörnukonur sem komust næst því að skora. Færin komu undir lok leiks, tvö í röð, í fyrra skiptið átti varamaðurinn Hulda Hrund skot í stöngina eftir misheppnaða sendingu í öftustu línu Vals. Örskammri stund síðar átti fékk Jasmín Erla boltann á vítapunktinum en mistókst að stýra honum á markið. Valskonur þrýstu aðeins á lokamínútunum en tókst ekki að skora og Stjarnan hirti öll stigin þrjú. Erin hélt marki sínu hreinu í kvöld. Anton Brink Afhverju vann Stjarnan? Það var fátt um færi og bæði lið vörðust virkilega vel í þessum leik. En Stjarnan nýtti tækifærin vel og uppskar verðskuldaðan sigur. Valskonur börðust ekkert fyrir lífi sínu í leit að jöfnunarmarkinu, eðlilega, og þannig sigldi Stjarnan þremur stigum örugglega heim. Hverjir stóðu upp úr? Andrea Mist var valin maður leiksins og á það fyllilega skilið, skoraði gott mark og var síógnandi í fremstu línu. Hægri hlið Stjörnunnar var mjög öflug í dag, Arna Dís í bakverði og Betsy Doon á kantinum. Í liði Vals voru Ásdís Karen og Amanda framúrskarandi, allur sóknarleikur fór í gegnum þær en þeim tókst ekki að finna markið í dag. Hvað gekk illa? Eins og áður segir var lítið undir í þessum leik fyrir Val og því skiljanlegt að liðið hafi ekki lagt mikið í sölurnar til að sækja jöfnunarmarkið. Sömuleiðis voru bæði lið frekar þreytt þegar líða fór á leikinn enda nýkomin úr tveimur Evrópuleikjum. Hvað gerist næst? Stjarnan spilar risaleik við Breiðablik næsta sunnudag, Blikarnir duttu niður í þriðja sætið og munu mæta af öllum krafti til að vinna annað sætið til baka af Stjörnunni. Valur mætir FH á sama tíma. Það er lítið upp á að spila í þeim leik, Valur búið að tryggja sér titilinn og FH í neðsta sæti efri hlutans. „Mér er eiginlega alveg sama, ef ég á að segja alveg eins og er.“ Pétur Pétursson hefur nú gert Val að Íslandsmeistara þrjú ár í röð.VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var hvergi bonkinn eftir úrslit kvöldsins. Enda skiptu þau liðið litlu sem engu máli. „Mér er eiginlega alveg sama, ef ég á að segja alveg eins og er“ sagði þjálfarinn léttur í bragði að leik loknum. Hann tekur ekki undir fullyrðingar blaðamanns að leikirnir sem eftir eru skipti engu máli. „Auðvitað skipta þeir máli, auðvitað viljum við vinna leiki en við töpuðum í dag og það er bara þannig.“ Liðið hefur verið undir miklu álagi síðustu vikur en Pétur segir þreytuna ekki hafa sagt mikið til sín í kvöld. „Nei mér fannst það nú ekki, mér fannst við reyna alveg endalaust í seinni hálfleik en það bara tókst ekki. Þetta er bara hluti af þessu, það er aftur leikur á sunnudaginn og þetta er bara ákveðið prógramm alltaf á sama tíma.“ „En leyfðu mér að spurja þig að einu, hverjir verða í settinu hjá Helenu? Eru það sérfræðingarnir þrír, eða fjórir, sem spáðu okkur þriðja sætinu?“ sagði Pétur og hló. Hann skýtur þarna skotum að sérfræðingum Bestu markanna sem spáðu liðinu 3. sæti í deildinni, Vísir spáði liðinu 2. sæti og Valsarar geta glaðst yfir því að hafa farið fram úr þeim væntingum. Næst spilar liðið við FH á sunnudaginn kemur, formsatriði, en mikilvægt engu að síður að sækja stigin þrjú. „Við förum bara í alla leiki til að vinna, það er leikur eftir þrjá daga, mætum bara til að sigra leikinn“ sagði Pétur að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti