Umdeildar breytingar leikskólamála sagðar ganga vel Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 14:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er ánægð með breytingarnar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir fyrstu niðurstöður varðandi breytingar á leikskólamálum bæjarins vera mjög jákvæðar. Breytingarnar voru mjög umdeildar þegar tilkynnt var um þær í sumar. Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Sjá meira
Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Sjá meira