García var ekki valinn í Ryder-lið Evrópu, ekki frekar en aðrir kylfingar sem kepptu á LIV-mótaröðinni umdeildu. Zach Johnson valdi hins vegar LIV-hlaupa í Ryder-lið Bandaríkjanna.
Rahm er í Ryder-liði Evrópu en skilur ekki af hverju García er ekki þar líka.
„Ég held að það væri mjög heimskulegt fyrir einhvern að treysta ekki á reynslu Sergios García í Ryder-bikarnum. Hann er besti kylfingur sem Evrópa hefur átt, unnið flest stig og sannað sig aftur og aftur,“ sagði Rahm.
„Ef hann væri varafyrirliði myndi ég að sjálfsögðu leita til hans. Eins og við munum treysta á José María Olazábal í næstu Ryder-keppni.“
Ryder-bikarinn hefst á Ítalíu 29. september og lýkur 1. október. Bandaríkjamenn eiga titil að verja.