Nýjar reglur settar um hvíldartíma í NBA deildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2023 21:30 Adam Silver, stjórnarnefndarmaður NBA deildarinnar. vísir/getty Stjórnarnefnd NBA deildarinnar kom saman í dag og setti fyrir nýjar reglur um hvíldartíma heilbrigðra leikmanna. Lið gætu nú fengið allt að milljón dollara sekt fyrir að hvíla leikmann sem er ekki meiddur. Álagsstjórnun (e. load management) hefur verið töluvert í umræðunni kringum deildina síðastliðin ár. Nú er deildin í samningaviðræðum um sjónvarpssýningarrétt og vill gera allt sem þeir geta til að stjörnuleikmenn deildarinnar spili sem flesta leiki. Fyrst voru settar reglur um álagsstjórnun fyrir tímabilið 2017–18 þar sem liðum var bannað að hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem voru sýndir í sjónvarpi um gjörvallt landið. Í þeim reglugerðum var sömuleiðis bannað að hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Nú hafa nýjar og strangari reglur verið settar á, þær taka strax gildi þegar tímabilið hefst í lok október og eru svohljóðandi: 1. Ekki má hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Boston Celtics hvíldu t.d. bæði Jayson Tatum og Jaylen Brown í lokaleik síðasta tímabils, þá hafði liðið tryggt sér 2. sæti og átti ekki möguleika á 1. sætinu. 2. Lið skulu sjá til þess að leikmenn séu leikfærir fyrir leiki sem eru sýndir á landsvísu (e. nationally televised) Oft eiga lið leiki tvö kvöld í röð þar sem seinni leikurinn er sjónvarpsleikur. Hvíla þyrfti þá leikmanninn í fyrri leiknum, sama hverjir andstæðingarnir eru. 3. Lið skulu tryggja jafnvægi milli hvíldar í heima- og útileikjum. Skal þá frekar hvíla leikmenn í heimaleikjum. Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green spiluðu heimaleik gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili en voru svo allir hvíldir í næsta útileik gegn Utah. Það er nú bannað og liðið á von á sekt ef það gerist á þessu tímabili. 4. Bannað er að hvíla leikmenn til lengri tíma þó leikir hafi minna vægi. Damian Lillard spilaði ekki síðustu 11 leiki síðasta tímabils vegna verkja í kálfanum eftir að liðið átti ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppninna. NBA deildin mun rannsaka svona mál í vetur og ganga úr skugga um að leikmaðurinn sé raunverulega meiddur. 5. Sé leikmaður hvíldur skal tryggja að hann sé viðstaddur og meðal áhorfenda á leiknum. Þessi regla hefur verið í gildi og helst óbreytt frá árinu 2017. Reglurnar eiga ekki við um alla leikmenn, bara stjörnurnar. Þegar talað er um stjörnuleikmenn deildarinnar er átt við leikmenn sem hafa tekið þátt í All-Star leik eða verið í einhverju af All-NBA liðunum síðustu þrjú tímabil. Það eru 50 leikmenn í 25 liðum sem falla undir þá skilgreiningu. Lebron James og fleiri eru í þeim flokki, en leikmenn sem eru komnir á háan aldur eða að glíma við langtímameiðsli geta fengið undanþágu frá þessum reglum. Til þess þarf skrifleg beiðni að berast að minnsta kosti viku áður en leikur fer fram. Nýliðar í deildinni, eins og til dæmis Victor Wembanyama sem var valinn fyrstur í nýliðavali þessa árs, falla ekki undir þessa skilgreiningu og mega hvílast eins og þeim sýnist. En aðrar reglur eru til staðar sem kveða á um að leikmenn geti ekki unnið til einstaklingsverðlauna nema þeir spili að minnsta kosti 65 leiki á tímabílinu. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Álagsstjórnun (e. load management) hefur verið töluvert í umræðunni kringum deildina síðastliðin ár. Nú er deildin í samningaviðræðum um sjónvarpssýningarrétt og vill gera allt sem þeir geta til að stjörnuleikmenn deildarinnar spili sem flesta leiki. Fyrst voru settar reglur um álagsstjórnun fyrir tímabilið 2017–18 þar sem liðum var bannað að hvíla ómeidda leikmenn í leikjum sem voru sýndir í sjónvarpi um gjörvallt landið. Í þeim reglugerðum var sömuleiðis bannað að hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Nú hafa nýjar og strangari reglur verið settar á, þær taka strax gildi þegar tímabilið hefst í lok október og eru svohljóðandi: 1. Ekki má hvíla fleiri en einn stjörnuleikmann hverju sinni. Boston Celtics hvíldu t.d. bæði Jayson Tatum og Jaylen Brown í lokaleik síðasta tímabils, þá hafði liðið tryggt sér 2. sæti og átti ekki möguleika á 1. sætinu. 2. Lið skulu sjá til þess að leikmenn séu leikfærir fyrir leiki sem eru sýndir á landsvísu (e. nationally televised) Oft eiga lið leiki tvö kvöld í röð þar sem seinni leikurinn er sjónvarpsleikur. Hvíla þyrfti þá leikmanninn í fyrri leiknum, sama hverjir andstæðingarnir eru. 3. Lið skulu tryggja jafnvægi milli hvíldar í heima- og útileikjum. Skal þá frekar hvíla leikmenn í heimaleikjum. Steph Curry, Klay Thompson og Draymond Green spiluðu heimaleik gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili en voru svo allir hvíldir í næsta útileik gegn Utah. Það er nú bannað og liðið á von á sekt ef það gerist á þessu tímabili. 4. Bannað er að hvíla leikmenn til lengri tíma þó leikir hafi minna vægi. Damian Lillard spilaði ekki síðustu 11 leiki síðasta tímabils vegna verkja í kálfanum eftir að liðið átti ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppninna. NBA deildin mun rannsaka svona mál í vetur og ganga úr skugga um að leikmaðurinn sé raunverulega meiddur. 5. Sé leikmaður hvíldur skal tryggja að hann sé viðstaddur og meðal áhorfenda á leiknum. Þessi regla hefur verið í gildi og helst óbreytt frá árinu 2017. Reglurnar eiga ekki við um alla leikmenn, bara stjörnurnar. Þegar talað er um stjörnuleikmenn deildarinnar er átt við leikmenn sem hafa tekið þátt í All-Star leik eða verið í einhverju af All-NBA liðunum síðustu þrjú tímabil. Það eru 50 leikmenn í 25 liðum sem falla undir þá skilgreiningu. Lebron James og fleiri eru í þeim flokki, en leikmenn sem eru komnir á háan aldur eða að glíma við langtímameiðsli geta fengið undanþágu frá þessum reglum. Til þess þarf skrifleg beiðni að berast að minnsta kosti viku áður en leikur fer fram. Nýliðar í deildinni, eins og til dæmis Victor Wembanyama sem var valinn fyrstur í nýliðavali þessa árs, falla ekki undir þessa skilgreiningu og mega hvílast eins og þeim sýnist. En aðrar reglur eru til staðar sem kveða á um að leikmenn geti ekki unnið til einstaklingsverðlauna nema þeir spili að minnsta kosti 65 leiki á tímabílinu.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira