Sú yngsta í hollinu er níutíu ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2023 19:34 Vinkonuhópurinn samanstendur af Valgerði Proppé 94 ára, Hrafnhildi Einarsdóttur 97 ára, Guðrúnu Andrésdóttur 90 ára og Selmu Hannesdóttur 90 ára. sigurjón ólason Fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára. Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára.
Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira