Sárnar fréttirnar og segir ágóðann renna til góðgerðarmála Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 14:01 John Terry er ekki sáttur við að fjölmiðlar hafi ekki greint frá því að hann sé að safna peningum til góðgerðarmála með því að rukka fyrir eiginhandaráritanir. Naomi Baker - The FA/The FA via Getty Images John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea, segir að allur ágóði af „Kvöld með John Terry,“ nýjum viðburði þar sem aðdáendum gefst tækifæri á að hitta Chelsea-goðið, renni til góðgerðarstarfsemi. Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation) Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation)
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira