„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Árni Sæberg skrifar 12. september 2023 10:25 Bjarni með fjárlagafrumvarpið sitt. Stöð 2/Sigurjón Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. „Við sjáum að skuldahlutföllin eru þar af leiðandi mjög heilbrigð og fara lækkandi. Þetta gerir okkur kleift að vera í stórum innviðafjárfestingum en við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum en getum verið að byggja nýjan Landspítala, setjum fimmtíu milljarða í Landspítalann í ár og á næsta ári,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu að lokinni kynningu á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024. Þá segir hann að áform séu uppi um að byggja upp samgöngukerfið, styðja við íbúðabyggingu og styðja áfram við við rannsóknir og þróunarstarf, meðal annars. Jákvæð teikn á lofti en áskoranir fram undan Bjarni segir að mörg jákvæð teikn séu á lofti í ríkisrekstrinum, það sé mikill hagvöxtur og störfum hafi fjölgað gríðarlega mikið. Þó séu áfram áskoranir fram undan þar sem verðbólgan sé enn tiltölulega há þótt hún hafi lækkað undanfarið. „Þess vegna þarf að halda þétt utan um stöðuna til að sjá framhald á þeirri þróun. Það mun skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og þá getum við sótt fram á þeim nýja grundvelli. Við erum að ná andanum eftir gríðarlega mikla sókn undanfarin ár.“ Fjárlagafrumvarp næsta árs er nú aðgengilegt.Stöð 2/Sigurjón Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir tæplega 56 milljarða króna halla á venjulegum rekstri ríkisins en hátt í 35 milljarða króna afgangi sé vaxtakostnaður tekinn út fyrir sviga. Taka ekki út aukin umsvif með útgjöldum Bjarni segir það helst útskýra bætta afkomu ríkissjóðs að aukin efnahagsumsvif hafi skilað sér beint inn í ríkissjóð, þau hafi ekki verið tekin strax út með aukningu útgjalda. „Við höfum verið með nokkuð varfærnar áætlanir en síðan höfum við líka farið fram úr spám í ýmsu tilliti. Það hefur verið töluvert mikil einkaneysla, mikill fjöldi ferðamanna og neysla þeirra hefur verið töluvert mikil. Þetta eru þættir sem hafa mikil áhrif, virðisaukaskatturinn skilar meiru þegar er svona mikill hagvöxtur.“ Gera ráð fyrir talsverðu aðhaldi Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi í ríkisrekstrinum á næsta ári. „Við horfum þannig á stöðuna að þetta geti í fyrsta lagi þýtt það að verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum geti þurft að fækka fólki. Við teljum að það séu aðstæður til þess í dag vegna þess að ástandið á vinnumarkaði er mjög gott. Það er mjög mikil eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi og stjórnendur flestir telja að þeir verði í vandræðum með að ráða í þær stöður sem þeir vilja í í einkageiranum.“ Þá segir hann að farið sé fram á það að tæknibreytingar skili sér í meiri skilvirkni og hagkvæmni í opinberum rekstri með sama hætti og þær gera í heimilisrekstrinum og í atvinnulífinu almennt. Fjárlagafrumvarp 2024 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Tengdar fréttir Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
„Við sjáum að skuldahlutföllin eru þar af leiðandi mjög heilbrigð og fara lækkandi. Þetta gerir okkur kleift að vera í stórum innviðafjárfestingum en við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum en getum verið að byggja nýjan Landspítala, setjum fimmtíu milljarða í Landspítalann í ár og á næsta ári,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu að lokinni kynningu á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024. Þá segir hann að áform séu uppi um að byggja upp samgöngukerfið, styðja við íbúðabyggingu og styðja áfram við við rannsóknir og þróunarstarf, meðal annars. Jákvæð teikn á lofti en áskoranir fram undan Bjarni segir að mörg jákvæð teikn séu á lofti í ríkisrekstrinum, það sé mikill hagvöxtur og störfum hafi fjölgað gríðarlega mikið. Þó séu áfram áskoranir fram undan þar sem verðbólgan sé enn tiltölulega há þótt hún hafi lækkað undanfarið. „Þess vegna þarf að halda þétt utan um stöðuna til að sjá framhald á þeirri þróun. Það mun skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og þá getum við sótt fram á þeim nýja grundvelli. Við erum að ná andanum eftir gríðarlega mikla sókn undanfarin ár.“ Fjárlagafrumvarp næsta árs er nú aðgengilegt.Stöð 2/Sigurjón Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir tæplega 56 milljarða króna halla á venjulegum rekstri ríkisins en hátt í 35 milljarða króna afgangi sé vaxtakostnaður tekinn út fyrir sviga. Taka ekki út aukin umsvif með útgjöldum Bjarni segir það helst útskýra bætta afkomu ríkissjóðs að aukin efnahagsumsvif hafi skilað sér beint inn í ríkissjóð, þau hafi ekki verið tekin strax út með aukningu útgjalda. „Við höfum verið með nokkuð varfærnar áætlanir en síðan höfum við líka farið fram úr spám í ýmsu tilliti. Það hefur verið töluvert mikil einkaneysla, mikill fjöldi ferðamanna og neysla þeirra hefur verið töluvert mikil. Þetta eru þættir sem hafa mikil áhrif, virðisaukaskatturinn skilar meiru þegar er svona mikill hagvöxtur.“ Gera ráð fyrir talsverðu aðhaldi Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi í ríkisrekstrinum á næsta ári. „Við horfum þannig á stöðuna að þetta geti í fyrsta lagi þýtt það að verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum geti þurft að fækka fólki. Við teljum að það séu aðstæður til þess í dag vegna þess að ástandið á vinnumarkaði er mjög gott. Það er mjög mikil eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi og stjórnendur flestir telja að þeir verði í vandræðum með að ráða í þær stöður sem þeir vilja í í einkageiranum.“ Þá segir hann að farið sé fram á það að tæknibreytingar skili sér í meiri skilvirkni og hagkvæmni í opinberum rekstri með sama hætti og þær gera í heimilisrekstrinum og í atvinnulífinu almennt.
Fjárlagafrumvarp 2024 Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Tengdar fréttir Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Áfengis-og tóbaksgjöld hækka Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 12. september 2023 09:43
Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06
Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið. 12. september 2023 10:41
Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58