Åge eftir sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands: „Ég elska þennan hóp“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 21:32 Age Hareide á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir dramatískan sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í kvöld hafa mikla þýðingu fyrir leikmannahópinn. Hann segist hafa tekið mikla taktíska áhættu er leið á leikinn, hún borgaði sig. Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótatímar. Sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Í fótbolta skiptir það öllu máli að vinna leiki. Þegar að við töpum leikjum verðum við að sjálfsögðu vonsviknir og það hvernig við töpuðum leiknum gegn Lúxemborg var ólíkt því sem við höfum fengið að kynnast sem íslensku leiðinni í gegnum tíðina,“ sagði Åge í viðtali eftir leik. Þar gerðum við mörg mistök, litum ekki út fyrir að vera lið og við töluðum um það eftir leik. Leikmennirnir áttu þennan sigur hér í kvöld skilið. Við höfum verið svo nálægt því að ná í úrslit, til að mynda gegn Portúgal og Slóvakíu en í fótbolta þarftu að klára færin þín, góð færi í kvöld fóru meira að segja forgörðum hjá okkur.“ Klippa: Åge Hareide létt Åge hafði alltaf trú á því að íslenska liðið gæti náð inn marki fyrir leikslok. „Ég vonaði að sjálfsögðu að við myndum ná inn markinu og við settum inn á auka framherja. Orri stóð sig virkilega vel í kvöld og ég vissi að ef við myndum setja Alfreð inn á þá myndu þeir tveir ná að vinna mjög vel saman og ná að setja meiri pressu á öftustu línu Bosníu. Þá var miðjan hjá okkur einnig mjög öflug. Við skiptum yfir í 4-4-2 leikkerfið undir lok leiks og ég held að með því höfum náð að koma Bosníumönnum á óvart. Í staðinn fyrir að reyna verja þetta eina stig sem við vorum með í hendi þá ákváðum við að fara á eftir öllum þremur stigunum. Það tókst sem betur fer.“ Åge viðurkennir að á þeim tímapunkti leiksins hafi hann verið að taka mikla áhættu með leikskipulag íslenska liðsins. „Það er stundum svona með þessi taktísku upplegg. Ef þau heppnast þá verður maður rosalega glaður, ef þau takast ekki þá verður maður fyrir gífurlegum vonbrigðum.“ Hann segir íslenska landsliðið, sem ein heild, hafa litið mjög vel út í kvöld. „Ég held að leikmenn hafi öðlast meiri trú á sér eftir því sem leið á leikinn. Við sköpuðum okkur þónokkur færi, mörg þeirra fóru forgörðum en andinn í þessu liði á þessari stundu er mjög góður. Ég er rosalega ánægður fyrir hönd strákanna. Nú getum við leyft okkur að hlakka til næstu leikja, meðal annars tveggja heimaleikja, og byggt ofan á það sem við byggðum í kvöld.“ Hvaða þýðingu telur þú að þessi sigur hafi fyrir leikmannahópinn? „Sigurinn hefur mikla þýðingu fyrir þá. Í fótbolta snýst allt um að vinna leiki og maður getur aðeins byggt ofan á góð úrslit vegna þess að þau veita þér sjálfstraust til þess að halda áfram á sömu leið. Ég elska þennan hóp vegna þess að hann er samheldinn, þetta eru góðir fótboltamenn og þá lofar framtíðin einnig góðu hvað okkar ungu leikmenn varðar. Framtíðin er mjög áhugaverð hvað íslenska landsliðið varðar. Núna þurfum við að finna réttu leiðina að því að byggja upp leikmannahópinn á þeim gildum sem við sáum hér í kvöld, vinnusemi.“ EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótatímar. Sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Í fótbolta skiptir það öllu máli að vinna leiki. Þegar að við töpum leikjum verðum við að sjálfsögðu vonsviknir og það hvernig við töpuðum leiknum gegn Lúxemborg var ólíkt því sem við höfum fengið að kynnast sem íslensku leiðinni í gegnum tíðina,“ sagði Åge í viðtali eftir leik. Þar gerðum við mörg mistök, litum ekki út fyrir að vera lið og við töluðum um það eftir leik. Leikmennirnir áttu þennan sigur hér í kvöld skilið. Við höfum verið svo nálægt því að ná í úrslit, til að mynda gegn Portúgal og Slóvakíu en í fótbolta þarftu að klára færin þín, góð færi í kvöld fóru meira að segja forgörðum hjá okkur.“ Klippa: Åge Hareide létt Åge hafði alltaf trú á því að íslenska liðið gæti náð inn marki fyrir leikslok. „Ég vonaði að sjálfsögðu að við myndum ná inn markinu og við settum inn á auka framherja. Orri stóð sig virkilega vel í kvöld og ég vissi að ef við myndum setja Alfreð inn á þá myndu þeir tveir ná að vinna mjög vel saman og ná að setja meiri pressu á öftustu línu Bosníu. Þá var miðjan hjá okkur einnig mjög öflug. Við skiptum yfir í 4-4-2 leikkerfið undir lok leiks og ég held að með því höfum náð að koma Bosníumönnum á óvart. Í staðinn fyrir að reyna verja þetta eina stig sem við vorum með í hendi þá ákváðum við að fara á eftir öllum þremur stigunum. Það tókst sem betur fer.“ Åge viðurkennir að á þeim tímapunkti leiksins hafi hann verið að taka mikla áhættu með leikskipulag íslenska liðsins. „Það er stundum svona með þessi taktísku upplegg. Ef þau heppnast þá verður maður rosalega glaður, ef þau takast ekki þá verður maður fyrir gífurlegum vonbrigðum.“ Hann segir íslenska landsliðið, sem ein heild, hafa litið mjög vel út í kvöld. „Ég held að leikmenn hafi öðlast meiri trú á sér eftir því sem leið á leikinn. Við sköpuðum okkur þónokkur færi, mörg þeirra fóru forgörðum en andinn í þessu liði á þessari stundu er mjög góður. Ég er rosalega ánægður fyrir hönd strákanna. Nú getum við leyft okkur að hlakka til næstu leikja, meðal annars tveggja heimaleikja, og byggt ofan á það sem við byggðum í kvöld.“ Hvaða þýðingu telur þú að þessi sigur hafi fyrir leikmannahópinn? „Sigurinn hefur mikla þýðingu fyrir þá. Í fótbolta snýst allt um að vinna leiki og maður getur aðeins byggt ofan á góð úrslit vegna þess að þau veita þér sjálfstraust til þess að halda áfram á sömu leið. Ég elska þennan hóp vegna þess að hann er samheldinn, þetta eru góðir fótboltamenn og þá lofar framtíðin einnig góðu hvað okkar ungu leikmenn varðar. Framtíðin er mjög áhugaverð hvað íslenska landsliðið varðar. Núna þurfum við að finna réttu leiðina að því að byggja upp leikmannahópinn á þeim gildum sem við sáum hér í kvöld, vinnusemi.“
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti