Sigurinn gæti ekki verið sætari: „Þetta er búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 20:54 Hákon Arnar í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ánægður í viðtali eftir sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira