Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn en skömmu eftir hann gáfu gestirnir frá Flensburg í. Svo fór að þeir héldu inn til búningsherbergja í hálfleik með tveggja marka forystu, 14:16.
Heimamenn létu ekki deigann síga þrátt fyrir að vera undir og náðu, meðal annars með mörkum frá sjóðheitum Samuel Zhender og Niels Gerar Versteijen að brúa bil Flensburg.
Svo fór að leiknum lauk með jafntefli, 31:31. Téðir Versteijen og Zhender skoruðu báðir sjö mörk í liði Lemgo á meðan að Emil Jakobsen var markahæstur í liði Flensburg með sex mörk.
Íslenski landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson náði ekki að láta til sín taka í leiknum hann átti aðeins eitt skot í leiknum, það geigaði.
Flensburg er sem stendur í 6.sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fyrstu fjóra leiki sína, Lemgo situr sæti neðar, einnig með fimm stig.