Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 15:31 Brandon Aubrey spilaði frábærlega í sínum fyrsta NFL-leik. Richard Rodriguez/Getty Images Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys. Aubrey fór mikinn í leik Cowboys gegn New York Jets sem Kúrekarnir frá Dallas unnu 40-0. Aubrey gerði sér lítið fyrir og skoraði 10 stig í leiknum. Það er afrek út af fyrir sig en saga leikmannsins er það sem hefur vakið athygli. Brandon Aubrey was drafted from Norte Dame to play for Toronto FC in MLS in 2017He got released from there after 1 season and failed to stick in USL.. he was watching an NFL game with his wife where she told him you could do that after watching the kickersHe began pic.twitter.com/hAb0NrwhJE— MLS Buzz (@MLS_Buzz) September 11, 2023 Alla sína barnæsku ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta, ekki amerískum fótbolta heldur eins og við þekkjum íþróttina hér á landi. Hann komst inn í Notre Dame-háskólann og var á endanum valinn af Torono FC í nýliðavali MLS-deildarinnar árið 2017. Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Toronto og reyndi fyrir sér hjá Toronto FC II sem spilar í USL Championship-deildinni. Þaðan fór hann til Bethlehem Steel sem er hálfgert B-lið Philadelphia Union. Það var svo þegar hann sat heima að horfa á leik í NFL-deildinni sem eiginkona hans sagði „þú gætir gert þetta“ eftir að hafa séð sparkara kom inn af bekknum og sparka boltanum milli „marksúlnanna.“ 38-yard for our guy @Brandon_Aubrey pic.twitter.com/FG80JSsVhM— B2B CHAMPIONSTALLIONS (@USFLStallions) September 11, 2023 Stuttu síðar var Aubrey búinn að ráða einkaþjálfara til að aðstoða sig við æfingar og svo æfði hann stíft á meðan allt var lokað og læst sökum kórónuveirunnar. Það var svo árið 2022 sem Aubrey samdi við Birmingham Stallions í USFL-deildinni. Hann varð tvívegis UFSL-meistari með Stallions áður en hann samdi við Dallas á þessu ári. Skrifaði hann undir þriggja ára samning upp á tæpar 2,7 milljónir Bandaríkjadala eða um 363 milljónir íslenskra króna. Ef marka má frammistöðu hans gegn Risunum frá New York þá er Aubrey hverrar krónu virði. Fótbolti Bandaríski fótboltinn NFL Tengdar fréttir Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. 11. september 2023 09:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Aubrey fór mikinn í leik Cowboys gegn New York Jets sem Kúrekarnir frá Dallas unnu 40-0. Aubrey gerði sér lítið fyrir og skoraði 10 stig í leiknum. Það er afrek út af fyrir sig en saga leikmannsins er það sem hefur vakið athygli. Brandon Aubrey was drafted from Norte Dame to play for Toronto FC in MLS in 2017He got released from there after 1 season and failed to stick in USL.. he was watching an NFL game with his wife where she told him you could do that after watching the kickersHe began pic.twitter.com/hAb0NrwhJE— MLS Buzz (@MLS_Buzz) September 11, 2023 Alla sína barnæsku ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta, ekki amerískum fótbolta heldur eins og við þekkjum íþróttina hér á landi. Hann komst inn í Notre Dame-háskólann og var á endanum valinn af Torono FC í nýliðavali MLS-deildarinnar árið 2017. Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Toronto og reyndi fyrir sér hjá Toronto FC II sem spilar í USL Championship-deildinni. Þaðan fór hann til Bethlehem Steel sem er hálfgert B-lið Philadelphia Union. Það var svo þegar hann sat heima að horfa á leik í NFL-deildinni sem eiginkona hans sagði „þú gætir gert þetta“ eftir að hafa séð sparkara kom inn af bekknum og sparka boltanum milli „marksúlnanna.“ 38-yard for our guy @Brandon_Aubrey pic.twitter.com/FG80JSsVhM— B2B CHAMPIONSTALLIONS (@USFLStallions) September 11, 2023 Stuttu síðar var Aubrey búinn að ráða einkaþjálfara til að aðstoða sig við æfingar og svo æfði hann stíft á meðan allt var lokað og læst sökum kórónuveirunnar. Það var svo árið 2022 sem Aubrey samdi við Birmingham Stallions í USFL-deildinni. Hann varð tvívegis UFSL-meistari með Stallions áður en hann samdi við Dallas á þessu ári. Skrifaði hann undir þriggja ára samning upp á tæpar 2,7 milljónir Bandaríkjadala eða um 363 milljónir íslenskra króna. Ef marka má frammistöðu hans gegn Risunum frá New York þá er Aubrey hverrar krónu virði.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn NFL Tengdar fréttir Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. 11. september 2023 09:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. 11. september 2023 09:30