Rógur eða rannsókn? Bryndís Schram skrifar 11. september 2023 11:30 Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Páll Magnússon, frændi minn – þjóðkunnur fjölmiðlamaður – var um daginn í „sómaviðtali“ við Sölva Tryggvason. DV tínir svo það sem fréttnæmt þykir upp úr viðtalinu undir fyrirsögninni: „Segir, að fréttir af veislu Jóns Baldvins og Bryndísar hafi markað ákveðin tímamót“. Ég trúi varla mínum eigin augum. Í viðtalinu er Páll að hæla sjálfum sér fyrir að hafa staðið dyggan vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði sitt gagnvart eigendum/útgefendum. Gott, ef hann er ekki að lýsa sjálfum sér sem brautryðjanda í rannsóknarblaðamennsku. En dæmið sem hann tekur, rennir ekki beinlínis stoðum undir sjálfshólið: Síendurteknar lygafréttir hans um, að Jón Baldvin – þá fjármálaráðherra – hafi látið skattgreiðendur borga veislu í tilefni af 50 ára afmæli mínu. Rannsókn Ríkisendurskoðunar leiddu í ljós, að þetta var og er tilhæfulaust með öllu. Bara rógur. Staðreyndirnar eru þessar: Eftirmaður Jóns Baldvins á stóli fjármálaráðherra, komst á snoðir um tvær nótur um áfengisúttektir í tíð Jóns Baldvins, þar sem tilefnis var ekki getið. Ráðherrann laumaði nótunum í hendur talhlýðins fréttamanns með þeirri kurteislegu ábendinu, að nóturnar væru tímasettar um líkt leyti og mín fjölsótta afmælisveisla. Þetta byrjaði sem sé sem venjulegt pólitískt baktjaldamakk til að koma höggi á andstæðing. Um leið var þetta rakið tilefni til rannsóknarblaðamennsku - til að gegna í verki hlutverki fjölmiðla um að veita valdhöfum viðeigandi aðhald. Hvernig? Með því að bera saman úttektarnótur ráðuneytisins og tiltæk gögn um kostun veislunnar. En ekkert slíkt gerðist. Það var engin rannsókn. Það var látið nægja að tönnlast á því í sífellu, vikum og mánuðum saman, að „grunur léki á“ o.s.frv.. Þar fór fremstur í flokki Páll Magnússon. Svo var spurt í skoðanakönnun, hver væri spilltasti stjórnmálamaður Íslands. Jón Baldvin vann þá keppni með yfirburðum. Þá var honum loks nóg boðið. Hann krafðsit þess, að þáverandi forseti Alþingis fæli Ríkisendurskoðun - sem heyrir undir Alþingi – að rannsaka málið - leiða hið sanna í ljós. Undir hótun. Forsetinn hafnaði því með þeim orðum, að þetta væri einkamál Jóns Baldvins. Það var ekki fyrr en Jón Baldvin hótaði því að leggja fram fyrirspurninr um ráðstöfun risnufjár ráðherra í ríkisstjórn Íslands allan lýðveldistímann – þannig að Alþingi hefði um fátt annað að ræða – sem hann lét undan síga. Tæpu ári eftir að rógsherferðin byrjaði barst að lokum fréttatilkynning frá Ríkisendurskoðun um niðurstöðu rannsóknarinnar. Þetta var 12.okt. 1989. Það var stutt og laggott: „Athugunin hefur ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman – úttektarnótur ráðuneytisins og framlögð gögn um kostun veislunnar - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um, að greiðsla veislufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Af tilviljun horfði ég á sjónvarpsfréttir umrætt kvöld. Þar blasti Páll Magnússon við á skjánum eins og venjulega. Allt í einu segir hann: „Hér var að berast ný frétt: Þar segir, að athugun Ríkisendurskoðunar hafi ekki leitt neitt í ljós, sem gefi ástæðu til að tengja þetta tvennt saman (úttektarnóturráðuneytisins og framlögð gögn um kostnað vegna afmælisveislu Bryndísar Schram) - eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veilsufanganna hafi verið með eðlilegum hætti“. Það var ekki laust við, að það vottaði fyrir skömmustulegum svip á andliti Páls. Alla vega var brosið svolítið kindarlegt. En afsökunarbeiðnin hefur ekki borist enn – 35 árum síðar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun