Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 09:02 Myndin er tekin í bænum Ouirgane þar sem fjölmenn teymi leita nú að fólki. Vísir/EPA Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO. Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO.
Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30
Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05