Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 09:02 Myndin er tekin í bænum Ouirgane þar sem fjölmenn teymi leita nú að fólki. Vísir/EPA Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO. Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Á erlendum miðlum segir að mikill fjöldi hafi sofið úti á hamfarasvæðinu af ótta við eftirskjálfta þriðju nóttina í röð. Þá eru margir sem eiga í engin hús að venda og hafa verið í vandræðum með að finna skjól. Einhverjir hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast ekki nægilega hratt við. Yfirvöld hafa sent sín eigin leitarteymi á hamfarasvæðin auk þess sem teymi með leitarhunda frá Spáni og Bretlandi eru komin á vettvang og eru við leit en formlegar beiðnir um aðstoð bárust Katar, Sameinaða arabíska furstadæminu og Spáni í gær. Þessi fjölskylda leitaði skjóls í tjaldi rétt utan við Ouirgane. Vísir/EPA Yfirvöld í Frakklandi hafa boðið fram aðstoð sína en segjast bíða eftir formlegri beiðni. Yfirvöld í Marokkó segjast á sama tíma vera að fara yfir öll boð um aðstoð til að tryggja góða samhæfingu. Sé ekki góð samhæfing geti það unnið gegn björgunaraðgerðum. Á vef Reuters segir að konungurinn hafi þakkað löndunum fyrir aðstoðina og ítrekað mikilvægi góðrar samhæfingar í leitaraðgerðum. Í það minnsta 2.122 eru látin í kjölfar stærðarinnar jarðskjálfta í Marokkó á föstudag. Skjálftinn var 6,8 að stærð og er sá stærsti sem mælst hefur í landinu frá um 1900. Um 2.400 eru slösuð í kjölfar hörmunganna og eru allt að 1.400 alvarlega slösuð. Upptök skjálftans voru við Atlasfjöll í Marokkó en íbúar í Marrakesh fundu vel fyrir honum. Íbúar í fjallaþorpum hafa orðið hvað verst úti og er talið að jarðskjálftinn hafi haft einhvers konar áhrif á um 300 þúsund íbúa landsins í Marrakesh og fjallabyggðum utan borgarinnar. Erfitt hefur verið fyrir björgunaraðila að komast til þeirra en víða eru vegir í sundur og erfitt að komast að. Þá segir að margar byggingar í borginni og utan hennar hafi hreinlega hrunið vegna þess að þær voru byggðar úr múrsteinum úr leir sem þoli illa jarðskjálfta. Á vef BBC segir að fréttamaður þeirra hafi í gær komið í þorpið Tafeghaghte þar sem 90 af 200 íbúum þorpsins voru látin. Jarðskjálftinn hefur þegar haft víðtæk áhrif á hamfarasvæðinu en 585 skólar eyðilögðust og skólastarf verið lagt af tímabundið á svæðinu. Yfirvöld segjast vinna að því að finna leið til að tryggja aðgengi barna að menntun en ljóst er að hluti barna mun þurfa að fara annað til að fara í skóla. Þá eyðilögðust fjölmargar byggingar í gamla bænum í Marrakesh, einhverjar sem voru á heimsminjaskrá UNESCO.
Marokkó Jarðskjálfti í Marokkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30 Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40 Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ronaldo réttir fram hjálparhönd eftir harmleikinn í Marokkó Hótel í eigu knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo hefur ekki opnað dyr sínar fyrir þeim sem eiga í engin hús að venda lengur eftir skelfilegan jarðskjálfta í Marokkó. Fréttir þess efnis bárust í morgunsárið en hótelið hefur nú staðfest að allir sem gisti þar hafi keypt gistingu. 11. september 2023 08:30
Tala látinna hækkar og almenningur sefur á götum úti Meira en tvöþúsund eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í Marokkó á föstudagskvöld. 10. september 2023 07:40
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05