Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2023 13:30 Ferðaþjónustan blómstrar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina. Margir af fjölmennustu ferðamannastöðum landsins eru í Hornafirði en þar má nefna Skaftafell og Jökulsárlón, svo ekki sé minnst á alla fallegu staðina innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornfirðinga er mjög ánægður með stöðu mála þegar ferðamenn eru annars vegar í sveitarfélaginu. „Það er mikill ferðavilji á meðal ferðamanna og við fáum stóran hluta og meiri hlutann af því ferðafólki, sem kemur til landsins. Ástæðan fyrir því er náttúrulega fyrst og fremst þessi stórkostlega náttúra, sem við höfum hérna í kringum okkur. Við erum með einstakt aðgengi af fjöllum og jöklum og jökullónum og slíku,“ segir Sigurjón. En hvaða þýðingu hafa ferðamenn fyrir sveitarfélagið sjálft? „Þeir hafa mjög mikla þýðingu og samfélagið hefur þróast mikið á síðustu árum í takti við fjölda ferðafólks. Þetta er svona önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífinu hér og við erum að gera alveg frábæra hluti þegar kemur að því að bæta innviði við að taka á móti ferðafólki.“ Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um innviðina hvernig eru þeir hjá ykkur? „Við erum með stórkostlega innviði þegar kemur að allskonar afþreyingu og gistingu, ferðum og ýmissi vöruþróun, sem er í boði fyrir ferðafólk en það sem við höfum áhyggjur af eru öryggisinnviðirnir og við erum ekki eina sveitarfélagið hér í Hornafirði, sem höfum haft áhyggjur af því. Við höfum áhyggjur af því að heilbrigðiskerfið og fyrsta viðbragð og löggæsla hafi í raun og veru ekki fylgt þessari miklu aukningu í fjölda ferðafólks,“ segir Sigurjón bæjarstjóri. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Sveitarfélagið Hornafjörð til að skoða helstu náttúruperlur Íslands, sem eru í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Margir af fjölmennustu ferðamannastöðum landsins eru í Hornafirði en þar má nefna Skaftafell og Jökulsárlón, svo ekki sé minnst á alla fallegu staðina innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hornfirðinga er mjög ánægður með stöðu mála þegar ferðamenn eru annars vegar í sveitarfélaginu. „Það er mikill ferðavilji á meðal ferðamanna og við fáum stóran hluta og meiri hlutann af því ferðafólki, sem kemur til landsins. Ástæðan fyrir því er náttúrulega fyrst og fremst þessi stórkostlega náttúra, sem við höfum hérna í kringum okkur. Við erum með einstakt aðgengi af fjöllum og jöklum og jökullónum og slíku,“ segir Sigurjón. En hvaða þýðingu hafa ferðamenn fyrir sveitarfélagið sjálft? „Þeir hafa mjög mikla þýðingu og samfélagið hefur þróast mikið á síðustu árum í takti við fjölda ferðafólks. Þetta er svona önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífinu hér og við erum að gera alveg frábæra hluti þegar kemur að því að bæta innviði við að taka á móti ferðafólki.“ Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um innviðina hvernig eru þeir hjá ykkur? „Við erum með stórkostlega innviði þegar kemur að allskonar afþreyingu og gistingu, ferðum og ýmissi vöruþróun, sem er í boði fyrir ferðafólk en það sem við höfum áhyggjur af eru öryggisinnviðirnir og við erum ekki eina sveitarfélagið hér í Hornafirði, sem höfum haft áhyggjur af því. Við höfum áhyggjur af því að heilbrigðiskerfið og fyrsta viðbragð og löggæsla hafi í raun og veru ekki fylgt þessari miklu aukningu í fjölda ferðafólks,“ segir Sigurjón bæjarstjóri. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Sveitarfélagið Hornafjörð til að skoða helstu náttúruperlur Íslands, sem eru í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira