Sport

Tap hjá lærisveinum Guðjóns Vals | Fredericia fer vel af stað í Danmörku

Andri Már Eggertsson skrifar
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach.
Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach. Twitter@vfl_gummersbach

Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum þar sem Íslendingar voru í eldlínunni. Góð byrjun Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara Fredericia, heldur áfram. 

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia unnu Skjern 23-20. Danska úrvalsdeildin er ný farin af stað en eftir þrjá leiki er Fredericia á toppnum með tvo sigra og eitt jafntefli.

Undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar náði Fredericia í brons í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er að fara vel af stað á nýju tímabili.

Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Balingen tapaði gegn Erlangen 24-27. Oddur Grétarsson var öflugur í vinstra horninu og skoraði fimm mörk en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.

Ólafur Stefánsson var aðstoðarþjálfari Erlangen en samdi um óvænt starfslok í síðasta mánuði rétt áður en tímabilið fór af stað.

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach töpuðu gegn Göppingen á útivelli 32-29. Elliði Snær Vignisson skoraði fimm mörk.

Bjarki Már Elísson spilaði ekki með Veszprém í dag vegna meiðsla en liðið vann Tatabanya 24-31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×